Mikið hefur verið rætt um verð á veiðileyfum og leiguverð íslenskra veiðivatna síðustu misseri. Þessi umræða er engin nýlunda – síður en svo.
Robert Neil Stewart hershöfðingi kom fyrst til Íslands að veiða árið 1912. Seinna tók hann Hrútafjarðará og Síká á leigu og veiddi þar í um það bil 20 sumur.
Árið 1950 kom út fræg bók, Íslenskar veiðiár, eftir Stewart. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Einars Fals Ingólfssonar árið 2011 og er skyldulesning fyrir veiðiáhugafólks. Í bókinni lýsir Stewart m.a. áhyggjum sínum af verðlagningu á leigu íslenskra áa.
Frá 1939 hefur leiguverð á öllum ánum hækkað, í sumum tilfellum tífalt frá því sem áður var. Ein af ástæðum þess er sú að fjölgað hefur í hópi þeirra Íslendinga sem halda til veiða og þar sem þeir eiga orðið talsvert fé eru þeir reiðubúnir að greiða ótrúlega hátt verð fyrir veiðileyfin.
Hversu lengi þessar aðstæður munu ríkja er erfitt að segja fyrir um, en ég tel að í ekki of fjarlægri framtíð muni koma að því að leigugjaldið lækki aftur umtalsvert. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær þær lánalínur lokast sem opnuðust Íslendingum meðan á stríðinu stóð [seinni heimsstyrjöldin]. Þegar má sjá merki um að aðgengi að þessu fé sé að versna.
Blaðið Veiði fylgdi Viðskiptablaðinu en í því er fjallað um margt forvitnilegt nú þegar veiðitímabilið er komið af stað.