Kvik­mynd­in Volaða Land verður fram­lag Íslands til Óskar­sverðlauna 2024. Mynd­in var val­in af dóm­nefnd Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar, en í henni í sátu full­trú­ar ís­lenska kvik­myndaiðnaðar­ins, auk full­trúa kvik­mynda­húsa, gagn­rýn­enda og Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands.

96. Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in sunnudaginn 10. mars 2024, en til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna verða kynnt­ar þriðjudaginn 23. janúar 2024.

Volaða Land er skrifuð og leikstýrð af Hlyni Pálmasyni og með aðalhlutverk fara þau Elliott Crosset Hove, Ingvar Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Jacob Hauberg Lohmann, og Hilmar Guðjónsson.

Kvik­mynd­in Volaða Land verður fram­lag Íslands til Óskar­sverðlauna 2024. Mynd­in var val­in af dóm­nefnd Íslensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar, en í henni í sátu full­trú­ar ís­lenska kvik­myndaiðnaðar­ins, auk full­trúa kvik­mynda­húsa, gagn­rýn­enda og Kvik­mynda­miðstöðvar Íslands.

96. Óskar­sverðlauna­hátíðin verður hald­in sunnudaginn 10. mars 2024, en til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna verða kynnt­ar þriðjudaginn 23. janúar 2024.

Volaða Land er skrifuð og leikstýrð af Hlyni Pálmasyni og með aðalhlutverk fara þau Elliott Crosset Hove, Ingvar Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Jacob Hauberg Lohmann, og Hilmar Guðjónsson.

Myndin gerist undir lok 19. aldar þegar ungur danskur prestur ferðast til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði.

„Volaða Land er margslungið heilsteypt kvikmyndaverk sem ögrar áhorfandanum með því að spyrja sammannlegra spurninga um tilvist og tilgang mannsins á hugrakkan og áleitinn hátt.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Myndin segir frá ungum dönskum presti, Lucas, sem heldur til Íslands undir lok 19. aldar í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar,” segir meðal annars í umsögn dómnefndar.

Frá frumsýningu myndarinnar á Cannes kvikmyndahátíðinni 2022 hefur hún safnað fjölda verðlauna og tilnefninga á mörgum virtustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðunum, auk þess sem hún hefur verið tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og hinna mikilsvirtu Evrópsku Kvikmyndaverðlauna.

Frumsýning myndarinnar í íslenskum kvikmyndahúsum var þann 10. mars 2023 og hlaut myndin tvenn verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni í sama mánuði. Hlynur hlaut Edduverðlaun fyrir leikstjórn ársins og Maria von Hausswolff fyrir kvikmyndatöku.