Fimman hefur alltaf verið einn mikil­vægasti bíll BMW enda vin­sæll sem lúxus­bíll í gegnum árin. BMW 5 kom fyrst fram á sjónar­sviðið árið 1972 og hefur síðan þá þróast í tímans rás í takt við tækni­þróun og þarfir við­skipta­vina, en rúm­lega sjö milljónir ein­taka hafa verið fram­leiddar frá því að bíllinn kom á markað.

Þessi nýjasta gerð er áttunda kyn­slóð Fimmunnar og mun án efa ekkert gefa eftir í vin­sældum. Bíllinn var tekinn í reynslu­akstur á dögunum og var mikil gleði og skemmtun að aka þessum fal­lega og afl­mikla lúxus­bíl.

Fimman hefur alltaf verið einn mikil­vægasti bíll BMW enda vin­sæll sem lúxus­bíll í gegnum árin. BMW 5 kom fyrst fram á sjónar­sviðið árið 1972 og hefur síðan þá þróast í tímans rás í takt við tækni­þróun og þarfir við­skipta­vina, en rúm­lega sjö milljónir ein­taka hafa verið fram­leiddar frá því að bíllinn kom á markað.

Þessi nýjasta gerð er áttunda kyn­slóð Fimmunnar og mun án efa ekkert gefa eftir í vin­sældum. Bíllinn var tekinn í reynslu­akstur á dögunum og var mikil gleði og skemmtun að aka þessum fal­lega og afl­mikla lúxus­bíl.

Þessi nýja Fimma er tals­vert breytt enda er hér um að ræða fyrstu al­raf­knúnu Fimmuna. Þrátt fyrir breytingarnar þá er þessi bíll eins og á­vallt mjög fal­lega hannaður að innan sem utan.

Út­litið er voldugt og kraft­mikið. Hönnuðir BMW eru mjög góðir í því sem þeir gera og tekst afar vel til hér að mínu mati. Fram­endinn er flottur með BMW grillið með Iconic Glow sem er augna­yndi í myrkri.

Hvítt ljós undir­strikar út­línurnar þegar öku­tækið er kyrr stætt og í akstri. Hliðar­svipur inn og aftur­endinn gefa ekkert eftir heldur og eru fagur­lega hannaðir.

Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.