Fyrsta útgáfan af iPhone seldist í uppboði nú á dögunum á rúmlega 39 þúsund Bandaríkjadali, eða sem nemur 5,7 milljónum króna. Síminn var óopnaður, enn í upprunalega boxinu.

Mögulegir kaupendur símans buðu 28 sinnum í hann, en upphafsverðið var 2.500 dalir. Til samanburðar kostaði síminn 499 dali þegar hann var upphaflega til sölu árið 2007.

LCG Auctions, uppboðshús í Louisiana fylki í Bandaríkjunum, sá um uppboðið sem fór fram á sunnudaginn síðastliðinn. Mark Montero, stofnandi LCG, segir að um sé að ræða hæstu fjárhæð sem greidd hefur verið fyrir fyrstu útgáfuna af iPhone. Hann segir að seljandinn hafi sett iPhone símann í uppboð eftir að hafa séð annan fyrstu-útgáfu iPhone seljast á 35 þúsund dali í ágúst.