Skoska eimingarfyrirtækið Ardnahoe Distillery á eyjunni Islay hefur tilkynnt að það muni gefa út sína fyrstu viskíflösku þann 10. maí næstkomandi.
Verksmiðjan opnaði í apríl 2019 og var hún þá fyrsta eimingarverksmiðjan sem hafði opnað á eyjunni í 15 ár. Það var Lord Robertson af Port Ellen sem opnaði verksmiðjuna en hann er fæddur á eyjunni og var meðal annars framkvæmdastjóri NATO frá 1999-2003.
Ardnahoe, sem þýðir einfaldlega góðan daginn á gelísku, er staðsett á norðurhluta eyjunnar en flaskan er sú fyrsta sem kemur frá eyjunni síðan 2009. Eimingarverksmiðjan hefur einnig unnið sér til frægðar en hún er til að mynda sú eina á eyjunni sem notar ormapotta og eru línuarmar þess 7,5 metrar, þær lengstu í Skotlandi.
Verksmiðjan er rekin af Stewart Laing og sonum hans Andrew og Scott og segja þeir að þessi níunda eimingarverksmiðja eyjunnar styrki arfleifð viskímenningu Islay.
„Sem fjölskylda höfum við verið í þessum iðnaði í þrjár kynslóðir. Pabbi eimaði hér á sjöunda áratugnum sem unglingur og erum við því hér komin heilan hring. Það var alltaf draumur hans, bróður míns og draumurinn minn að búa til okkar eigin viskí hér,“ segir Andrew.