Fyrsti lax sumarsins kom í land við Urriðafoss í Þjórsá í morgun. Stefán Sigurðsson veiddi laxinn, sem var . Þar með má segja að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Alls komu 12 laxar á land fyrir hádegi við Urriðafoss. Nú fara árnar að opna hver af annarri. Á þriðjudaginn, 4. júní, hefst veiði í Norðurá og Þverá og daginn eftir verður rennt fyrir laxi í Blöndu.

Einungis tvö ár eru síðan byrjað var að selja veiðileyfi í Urriðafoss en félagið Iceland Outfitters sér um sölu veiðileyfa þar. Óhætt er að segja að veiðin hafi verið frábær þessi tvö ár. Í fyrra veiddust til að mynda 1.330 laxar á fjórar stangir á svæðinu eða 330 laxar á stöng og sumarið 2017 veiddust 755 laxar á tvær stangir eða 378 laxar á stöng.

Á myndinn i er Stefán með syni sínum Matthíasi og eiginkonu sinni Hörpu Hlín Þórðardóttur. Stefán og Harpa Hlín eiga Iceland Outfitters . Þess má geta að Matthías, sonur þeirra, er efnilegur tónlistarmaður. Hann er bassaleikari hljómsveitarinnar Blóðmör, sem sigraði í Músíktilraunum í vetur.

Fyrsti lax sumarsins kom í land við Urriðafoss í Þjórsá í morgun. Stefán Sigurðsson veiddi laxinn, sem var . Þar með má segja að laxveiðitímabilið sé formlega hafið. Alls komu 12 laxar á land fyrir hádegi við Urriðafoss. Nú fara árnar að opna hver af annarri. Á þriðjudaginn, 4. júní, hefst veiði í Norðurá og Þverá og daginn eftir verður rennt fyrir laxi í Blöndu.

Einungis tvö ár eru síðan byrjað var að selja veiðileyfi í Urriðafoss en félagið Iceland Outfitters sér um sölu veiðileyfa þar. Óhætt er að segja að veiðin hafi verið frábær þessi tvö ár. Í fyrra veiddust til að mynda 1.330 laxar á fjórar stangir á svæðinu eða 330 laxar á stöng og sumarið 2017 veiddust 755 laxar á tvær stangir eða 378 laxar á stöng.

Á myndinn i er Stefán með syni sínum Matthíasi og eiginkonu sinni Hörpu Hlín Þórðardóttur. Stefán og Harpa Hlín eiga Iceland Outfitters . Þess má geta að Matthías, sonur þeirra, er efnilegur tónlistarmaður. Hann er bassaleikari hljómsveitarinnar Blóðmör, sem sigraði í Músíktilraunum í vetur.