Mercedes Benz G-Class í fullri rafútgáfu er væntanlegur til landsins í byrjun næsta sumars. Bíllinn var sýndur útvöldum á bílasýningunni í München í byrjun september. Rafútgáfan af G-Class verður mun ódýrari en grunngerðin sem er í boði í dag.
Jeppinn fer í framleiðslu í Graz í Austurríki í ársbyrjun. Honum var töluvert breytt árið 2018. Bæði var hann lengdur og breikkaður meðal annars til að geta komið öllum nýmóðins tæknibúnaði í bílinn og einnig til að auka þægindi ökumanns og farþega.
Bíllinn fær útlitsuppfærslu en hún snýst aðallega um að minnka loftmótstöðuna en breytingin á útliti er að sögn vart sjáanleg.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði