Svefn er ein af grunnþörfum mannsins og við verjum um þriðjungi ævinnar sofandi. Góður svefn stuðlar að betri einbeitingu og almennt betra heilsufari. Skortur á svefni getur haft neikvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu, eins og aukna streitu, verri frammistöðu í vinnu, minni mótstöðu gegn sjúkdómum og meiri hættu á slysum.


