Ýrúrarí er listamannsnafn textíllistakonunnar Ýrar Jóhannsdóttur en hún hefur verið að hanna peysur frá árinu 2012. Síðastliðin ár hafa verk hennar þróast yfir í endurvinnsluverkefni á notuðum peysum sem hún glæðir nýju lífi með litríku handverki.
Markmiðið með verkefninu segir Ýr vera að styðja við hugarfarsbreytingu meðal fólks, að gallar í flíkum þurfi ekki að minnka gildi þeirra.
„Viðgerðir þurfa alls ekki að vera ósýnilegar þar sem hægt er að horfa á þær sem tækifæri til að gera flík einstaka og persónulega, sem raunar eykur upprunalega gildið sem hún hafði.“
Verkefnið er hluti af HönnunarMars og í dag er síðasti dagurinn til þess að sjá og versla flíkurnar í verslun 66°Norður á Hafnartorgi.
Ýrúrarí er listamannsnafn textíllistakonunnar Ýrar Jóhannsdóttur en hún hefur verið að hanna peysur frá árinu 2012. Síðastliðin ár hafa verk hennar þróast yfir í endurvinnsluverkefni á notuðum peysum sem hún glæðir nýju lífi með litríku handverki.
Markmiðið með verkefninu segir Ýr vera að styðja við hugarfarsbreytingu meðal fólks, að gallar í flíkum þurfi ekki að minnka gildi þeirra.
„Viðgerðir þurfa alls ekki að vera ósýnilegar þar sem hægt er að horfa á þær sem tækifæri til að gera flík einstaka og persónulega, sem raunar eykur upprunalega gildið sem hún hafði.“
Verkefnið er hluti af HönnunarMars og í dag er síðasti dagurinn til þess að sjá og versla flíkurnar í verslun 66°Norður á Hafnartorgi.
Viðtalið er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag.