Nýi Ineos Grenadier jeppinn hefur sést á götum Reykjavíkur að undanförnu. Jeppinn hefur verið sagður vera hinn eiginlegi arftaki Land Rover Defender
Breski milljarðarmæringurinn Jim Ratcliffe, sem meðal annars á margar jarðir í kringum Selá og Hofsá í Vopnafirði, nálgaðist Jaguar Land Rover árið 2016 með það í huga að kaupa hönnun og framleiðslutæki fyrir Defender.
Ekkert varð þó af þeim viðskiptum og Grenadier var hannaður frá grunni og framleiddur í verksmiðju félagsins í Hamback í Frakklandi. Nafnið er í höfuðið á uppáhaldspöbb Ratcliffe sem er í Belgravia í Lundúnum.
Framleiðsla á jeppanum hófst í október og átti að afhenda fyrstu bílana nú í desember.
