Þetta árið má sjá mikið gull og mikinn glamour í línunni, hefðbundnar og óhefðbundnar snyrtivörur sem erfitt er að taka augun af. Pakkningarnar eru að vanda glæsilegar og myndu sóma sér vel á hvaða snyrtiborði sem er. Í jólalínunni má finna vörur sem hægt er að nota á margvíslegan hátt sem gerir þær extra skemmtilegar og öðruvísi.

Gold Paletta

Þessi glæislega palletta inniheldur sex augnskugga og tvo kinnaliti en er þó mjög fjölnota þar sem hægt er að nota kinnaliti á augu og augnskuggana sem highlight á andlit. Fallegt er að nota litina þurra en einnig er hægt að bleyta aðeins upp í þeim og ná fram fallegu metalic útliti.

Terracotta Gold Light

Vinsæla Terracotta púðrið frá Guerlain er nú komið í jólabúning! Púðrið skilur eftir sig fallegan gylltann ljóma og gefur húðinni áferð sem er engri lík.

Meteorites Gold Lights

Ljómaperlurnar einkenna Guerlain og eru hluti af jólalínu Guerlain í takmörkuðu upplagi. Perlurnar í jólalínunni eru gylltar og perluhvítar en þær gefa húðinni einstakan ljóma.

Rouge G

Jólalínan inniheldur 2 rauða varaliti í fallegum og jólalegum tónum. Litsterkir og kremaðir varalitir sem gefa vörunum góða næringu.

Gold Light Topcoat


Það má yfirleitt finna eina óhefðbundna vöru í jólalínum Guerlain. Í fyrra var það ilmsprey með ljóma sem var guðdómlega fallegt og í ár er það gull maskari sem hægt er að nota í augabrúnir, augnhár og hár.