Tilkynnt var um helgina að kaffihúsakeðjan Starbucks muni opna dyr sínar á Íslandi undir malasíska félaginu Berjaya Food International. Fyrirtækið hefur þá þegar tryggt sér rekstrarleyfi til að reka Starbucks á Íslandi, Danmörku og Finnlandi.
Tilkynnt var um helgina að kaffihúsakeðjan Starbucks muni opna dyr sínar á Íslandi undir malasíska félaginu Berjaya Food International. Fyrirtækið hefur þá þegar tryggt sér rekstrarleyfi til að reka Starbucks á Íslandi, Danmörku og Finnlandi.
Margir bíða eflaust spenntir eftir keðjunni og þá sérstaklega vöruúrvalinu sem lítur dagsins ljós hjá fyrirtækinu á hverju hausti. Undanfarin ár hefur keðjan orðið þekkt fyrir að bjóða upp á latté með graskersbragði (e. Pumpkin Spiced Latté).
Þrátt fyrir að sumarið sé enn í hámarki (það er að segja fyrir utan strendur Íslands) þá byrjaði haustspennan um leið og nýjasta haustmatseðli Starbucks var lekið á netið í lok júlí. Notandi á Instagram birti matseðilinn sem inniheldur meðal annars:
Pumpkin Spiced Latte
Pumpkin Cream Cold Brew
Pumpkin Cream Chai
Iced Apple Crisp Cream Chai
Oatmilk Apple Crisp Macchiato
Þar að auki verða graskersmuffins, epla croissant og eitthvað sem kallast Raccoon Cake Pop (e. Þvottabjörns-kaka) á boðstólum fyrir svanga viðskiptavini. Það er hins vegar óljóst hvað af þessu verður í boði á Íslandi.