Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur hreppt Grammy-verðlaun í annað sinn á jafnmörgum árum. Í þetta skiptið fyrir tónlist í kvikmyndinni Joker en í fyrra var það fyrir tónlist í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.

Hildur hefur sankað að sér verðlaunum fyrir tónlist sína í fyrrnefndri kvikmynd en áður hafði hún hlotið BAFTA-verðlaunin, Óskarinn og Golden Globe.

Auk þeirra verðlauna sem að ofan hafa verið nefnd hlaut Hildur sérstaka heiðursviðurkenningu frá forseta Íslands , fyrir eftirtektarverð störf á erlendri grundu, samhliða afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands.

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur hreppt Grammy-verðlaun í annað sinn á jafnmörgum árum. Í þetta skiptið fyrir tónlist í kvikmyndinni Joker en í fyrra var það fyrir tónlist í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.

Hildur hefur sankað að sér verðlaunum fyrir tónlist sína í fyrrnefndri kvikmynd en áður hafði hún hlotið BAFTA-verðlaunin, Óskarinn og Golden Globe.

Auk þeirra verðlauna sem að ofan hafa verið nefnd hlaut Hildur sérstaka heiðursviðurkenningu frá forseta Íslands , fyrir eftirtektarverð störf á erlendri grundu, samhliða afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands.