Góð stemmning var meðal fjölmargra gesta í Samsung-Setrinu þegar opnunarleikur HM fór fram í gærkvöld. Samsung-setrið bauð til veislunnar til að fagna endurhönnun verslunarinnar í Síðumúla sem og HM í knattspyrnu.
Á annað hundrað gestir fylgdust spenntir með leik Brasilíu og Króatíu á 50 Samsung sjónvarpsskjám. Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum ativnnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjáflari Stjörnunnar, hélt stutta tölu fyrir leik þar sem hann fór yfir liðin og leikskipulag þeirra. Boðið var upp á góðar veitingar á meðan leik stóð.
,,Við ákváðum að fagna tveimur skemmtilegum áföngum á sama tíma, vel heppnaðri endurhönnun verslunarinnar og hinni miklu knattspyrnuveilsu sem HM vissulega er. Þetta heppnaðist mjög vel í alla staði og það var skemmtileg stemmning hér í versluninni á meðan leiknum stóð,“ segir Skúli Oddgeirsson, verslunarstjóri í Samsung-Setrinu. Erlendir hönnuðir sáu um að endurhanna verslunina á glæsilegan hátt samkvæmt stöðlum Samsung.
Ari Þór Kristinsson, Fanney Karlsdóttir og Hallgrímur Jónasson.
Skúli Oddgeirsson, verslunarstjóri Samsung-Setursins, Jón Ármann Guðjónsson lögmaður og Einar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Ormsson og Samsung-Setursins.