Hnetur eru ekki einungis bragðgóðar heldur innihalda þær einnig fjölda næringarefna sem geta haft jákvæð áhrif á heilsuna. Þær eru ríkar af hollum fitum, próteini, vítamínum og steinefnum. Hér skoðum við fimm tegundir sem skara fram úr þegar kemur að næringargildi og heilsubætandi eiginleikum.

Valhnetur – Bestar fyrir hjartaheilsuna

Valhnetur eru frábær uppspretta Omega-3 fitusýra, sem geta stuðlað að heilbrigðu hjarta og lækkuðu kólesteróli. Þær innihalda einnig andoxunarefni, sem dregur úr bólgum og styrkir ónæmiskerfið. Handfylli af valhnetum á dag getur því haft jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið.

Möndlur – Tilvaldar fyrir beinin

Möndlur eru ríkar af kalsíum, magnesíum og E-vítamíni, sem öll hafa góð áhrif á bein og húð. Þær henta vel til að halda blóðsykrinum í jafnvægi. Möndlur má auðveldlega bæta við í jógúrt, hafragraut eða njóta þeirra sem millibita.

Kasjúhnetur – fyrir hjartað

Kasjúhnetur innihalda fjölómettaðar fitusýrur sem styðja við heilbrigt kólesterólmagn. Þær innihalda auk þess kopar, sem er mikilvægt fyrir húðina og hárið, og magnesíum, sem stuðlar að aukinni orku. Kasjúhnetur henta vel í salöt, sósur og sem bragðgóður millibiti.

Heslihnetur – Góður stuðningur fyrir heilann

Heslihnetur hafa góð áhrif á taugakerfi og heilastarfsemi. Þær eru ríkar af trefjum og E-vítamíni, sem stuðla að betri meltingu og verndun frumna. Heslihnetur má njóta bæði sem millibita og í bakstri þar sem þær gefa gott bragð og dýpt.

Pekanhnetur – Ríkar af andoxunarefnum

Pekanhnetur eru sannkallaðar andoxunarbombur, fullar af A- og E-vítamíni sem styrkja ónæmiskerfið og bæta húðina. Þær innihalda einnig mikið af trefjum sem styðja við heilbrigða meltingu. Pekanhnetur henta vel í salöt, jógúrt og bakstur þar sem þær gefa sætt og djúpt bragð.