Bandaríski fréttamiðillinn Wall Street Journal hefur nýlega tekið saman nokkur hátæknihótel sem sérhæfa sig í að bjóða upp á besta nætursvefn til gesta sinna í Bandaríkjunum. Hótelin eru sérhönnuð með sérstakri lýsingu, hljóðeinangrun og sum bjóða meira að segja upp á kolviðardrykki.

Eitt af þessum hótelum er Equinox Hotel sem staðsett er í New York og opnaði fyrst árið 2019. Eigendur hótelsins sögðust hafa eytt tveimur árum í að vinna með svefnsérfræðingum í að koma fyrir hitastillandi dýnum, hljóðeinangruðum veggjum og mismunandi líkamsræktarplönum fyrir hvert og eitt herbergi.

Sjónvörpin í herbergjunum eru öll hlaðin hugleiðslumyndböndum og í hverju herbergi má einnig finna svokallaðan „svefnmatseðil“ þar sem hægt er að panta drykki með ashwaghanda (efni sem er sagt bæta svefn) og viðarkol.

Bandaríski fréttamiðillinn Wall Street Journal hefur nýlega tekið saman nokkur hátæknihótel sem sérhæfa sig í að bjóða upp á besta nætursvefn til gesta sinna í Bandaríkjunum. Hótelin eru sérhönnuð með sérstakri lýsingu, hljóðeinangrun og sum bjóða meira að segja upp á kolviðardrykki.

Eitt af þessum hótelum er Equinox Hotel sem staðsett er í New York og opnaði fyrst árið 2019. Eigendur hótelsins sögðust hafa eytt tveimur árum í að vinna með svefnsérfræðingum í að koma fyrir hitastillandi dýnum, hljóðeinangruðum veggjum og mismunandi líkamsræktarplönum fyrir hvert og eitt herbergi.

Sjónvörpin í herbergjunum eru öll hlaðin hugleiðslumyndböndum og í hverju herbergi má einnig finna svokallaðan „svefnmatseðil“ þar sem hægt er að panta drykki með ashwaghanda (efni sem er sagt bæta svefn) og viðarkol.

Á heilsubar herbergjanna geta gestir einnig gætt sér á CBD-olíu og magnesíumkremi eða bara dregið út jógamottuna og farið í fósturstellingu.

Ein nótt á þessu hóteli fyrir slíka upplifun kostar í kringum þúsund Bandaríkjadali en þeir gestir sem tvöfalda þá upphæð geta fengið herbergi sem innihalda kryo- og hljóðbylgjumeðferðir.

Fyrir þá sem vilja heimsækja Havaí og eru tilbúnir að greiða 1.785 dali fyrir eina nótt þá er einnig hægt að bóka sig á Sensei Lanai-hótelið í borginni Lanai. Hótelið býður upp á fimm kvölda dagskrá „hvíldar og endurnæringar“ þar sem svefn gesta er mældur með stafrænum hætti og aðstoða svo sérfræðingar innanhúss við að hámarka svefn gesta.

The Springs Resort í Pagosa Springs í Colorodo-ríki býður gestum upp á kvöldsturtu í náttúrulega baðlóni hótelsins og eftir á er hægt að skella sér í jógatíma meðan símanum er skellt í „svefnpoka“ svo hann trufli ekki nætursvefninn.

Miami er ekki aðeins borg fyrir sólþyrsta ferðalanga heldur er líka hægt að innrita sig á The Carillon-hótelið. Þar geta gestir flotið í saltbaði eða geimaldarhugleiðslubelg sem inniheldur mismunandi hljóðmeðferðir.