Polestar 4 er sá næsti í línu sænsk-kínverska bílaframleiðandans en um er að ræða rafknúinn coupe jeppa. Polestar 4 sameinar loftmótstöðu coupe laga bíls og það mikla rými sem jeppar hafa í nýja tegund af coupe sportjeppa.

Í báðum long-range útfærslu bílsins verður 102 kWh drifrafhlaða og bráðabirgðadrægni allt að 560 km samkvæmt WLTP-staðli. Í bílnum er aftengjanleg kúpling sem gerir bílnum kleift að aftengja rafmótorinn að framan þegar ekki er þörf á honum.

Þar sem Polestar er hönnunardrifið vörumerki heldur Polestar 4 áfram með hönnunina sem var fyrst kynnt í Polestar Precept hugmyndabílnum. Til að mynda hefur afturrúðan verið fjarlægð til að veita aftursætisfarþegum alveg nýja upplifun, og aðalljósin hafa verið aðskilin með þeirri sérstöku ljósahönnun sem einkennir Polestar.