Nú þegar sumarið er komið flykkjast golfarar á golfvelli víðs vegar um landið. En þegar íslenski veturinn kemur aftur þurfa golfarar ekki að örvænta, enda hafa aldrei fleiri golfhermar staðið þeim til boða hér á landi. Eins og flestir hafa tekið eftir njóta hermarnir vaxandi vinsæla hér á landi, og hefur þeim fjölgað talsvert á síðustu árum.

Í dag eru golf­hermar til útleigu á höfuðborgarsvæðinu í kringum hundrað talsins. Þá eru flestir golfklúbbar komnir með hermi, hvort sem horft er til höfuðborgarsvæðisins eða út á land, og hefur golfkennsla á veturna og haustin að einhverju leyti farið frá grasinu og yfir á mottuna. Ýmis einkafyrirtæki hafa opnað dyr sínar fyrir golfurum á síðustu árum. Þar á meðal er Golfhöllin, sem staðsett er úti á Granda og var opnuð í október 2021.

Nú þegar sumarið er komið flykkjast golfarar á golfvelli víðs vegar um landið. En þegar íslenski veturinn kemur aftur þurfa golfarar ekki að örvænta, enda hafa aldrei fleiri golfhermar staðið þeim til boða hér á landi. Eins og flestir hafa tekið eftir njóta hermarnir vaxandi vinsæla hér á landi, og hefur þeim fjölgað talsvert á síðustu árum.

Í dag eru golf­hermar til útleigu á höfuðborgarsvæðinu í kringum hundrað talsins. Þá eru flestir golfklúbbar komnir með hermi, hvort sem horft er til höfuðborgarsvæðisins eða út á land, og hefur golfkennsla á veturna og haustin að einhverju leyti farið frá grasinu og yfir á mottuna. Ýmis einkafyrirtæki hafa opnað dyr sínar fyrir golfurum á síðustu árum. Þar á meðal er Golfhöllin, sem staðsett er úti á Granda og var opnuð í október 2021.

Pétur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Golfhallarinnar, segir að traffíkin á hermunum fari nokkurn veginn eftir verði. Mest sé að gera þegar veðrið er vont og ómögulegt til hefðbundinnar golfspilunar.

„Það er mest að gera frá janúar til apríl. Svo fer það eftir veðurlagi á haustin hversu mikil eftirspurnin er hjá okkur. Ef það haustar snemma er auðvitað meira að gera hjá okkur en ella. En þar fyrir utan fer margt fólk í golfferðir til útlanda á haustin.“ Hann bætir við að helstu viðskiptavinir Golfhallarinnar séu hópar sem eigi sína föstu tíma 1-2 sinnum á viku. Oftar en ekki séu það golffélagar sem eru vanir því að spila saman á sumrin.

Spurður hvort sögulega slæmur vetur 2022-2023 hafi leitt til meiri viðskipta en ella segir Pétur að það hafi klárlega verið meira að gera í vor en hann átti von á fyrir fram.

„Við fundum fyrir því að það var meira að gera í maí en við áttum von á. Svo var smá slangur í júní líka sem við áttum alls ekki von á. Það má rekja til þess hversu seint voraði og sumarið hefur látið á sér standa,“ bætir hann við.

Nánar er rætt við Pétur Björnsson, stofnanda og framkvæmdastjóra Golfhallarinnar, í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.