Fyrir utan fáeina dropa má segja að þurrkatíð hafi verið á Suðvestur-, Vestur- og Norðvesturlandi síðasta mánuðinn. Afleiðingarnar eru þær að vatnsrennsli í laxveiðiám í þessum landshlutum hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn lítið yfir sumartímann og það er nú.

Sem dæmi þá var rennslið í Norðurá tæplega 4 rúmmetrar á sekúndu þegar áin var opnuð 4. júní. Á sama tíma í fyrra var rennslið um 40 rúmmetrar á sekúndu. Nú er rennslið í Norðurá komið undir 3 rúmmetra á sekúndu.

Í flestum ám glíma veiðimenn við fordæmalausan vatnsskort. Undantekningarnar eru jökulárnar og ár sem hafa góða vatnsmiðlun. Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir laxveiðimenn þá hefur verið sólskin nánast flesta daga frá því að veiði hófst. Aðstæður hafa því verið gríðarlega krefjandi, lítið vatn, sólskin og heiðríkja. Viðskiptablaðið hafði samband við nokkra margreynda veiðimenn og hvernig best væri að bera sig að í þessum aðstæðum

Engan gusugang

Danski veiðimaðurinn Nils Folmer Jørgensen , sem er vel þekktur í veiðiheiminum, segir að vissulega séu til ráð við að fá lax til að taka í litlu vatni og björtu veðri.

„Í fyrsta lagi má alls ekki vera með gusugang með því að láta línuna skella á vatninu með lélegum falsköstum, of stórum flugum eða of þungri línu,“ segir Nils Folmer. „Slík læti munu fæla fiskinn frá áður en veiðimaðurinn nær að koma flugunni til hans. Allir svona skellir eftir línur eða stórar flugur magnast þegar lítið vatn er í ám. Stórar flugur í litlu vatni geta líka fælt laxinn frá. Í öðru lagi eiga veiðimenn að forðast að vaða við þessar aðstæður því laxinn sér allt miklu betur þegar lítið vatn er í ám og bjartviðri.“

Nils Folmer ráðleggur veiðimönnum eindregið að nota svokallaðan konískan (e. tapered ) taum. Þetta er frammjókkandi taumur sem fæst í öllum veiðiverslunum. Framan á þá er síðan settur faðmur af taumaefni, sem er svipað sver (helst aðeins mjórri) og mjósti hluti kóníska taumsins. Auðveldar þetta veiðimönnum að leggja línuna varlega á vatnið. Nils Folmer brýnir jafnframt fyrir veiðimönnum að nota litlar og lítið dressaðar flugur þegar rennsli í ám er lítið.

„Það þýðir að flugan verður ekki jafn sýnileg og sú sem er stærri og meira dressuð. Einhverjir kynnu að halda að það væri skrítið að ráðleggja veiðimönnum að nota flugu sem laxinn sér ekkert sérstaklega vel. Svo ég útskýri það þá er hugmyndin sú að laxinn sjái fluguna aðeins í skamman tíma og ákveði þess vegna að bregðast við þegar hann sér hana skyndilega skauta framhjá . Einnig mælist ég til þess að veiðimenn prófi að veiða andstreymis, en slík veiði getur verið tæknilega erfið fyrir óvana veiðimenn. Í andstreymisveiði sér laxinn fluguna einnig í skamman tíma,“ segir Nils Folmer. Við þetta má beta að silungapúpur geta reynst afar vel í litlu vatni.

Ríkarður Hjálmarsson er þrautreyndur veiðimaður og leiðsögumaður. Hann tekur undir með Nils Folmer og segir að í litlu vatni og björtu veðri veiði hann andstreymis.

„Það hefur reynst mér best. Ég nota mjög langa tauma og set oft míkró kóna undir,“ segir Ríkarður en míkró kónar eru örtúbur með litlum kúluhaus. „Þær flugur sem hafa reynst mér vel eru Collie Dog og Blue Charm .“

Hitch , hitch , hitch

Ásgeir Heiðar, einn allra reyndasti leiðsögumaður landsins, er ekki að flækja hlutina þegar hann er spurður hvað dugi best í litlu vatni og sól. „ Hitch , hitch , hitch ,“ segir hann. Hitch er enska orðið yfir gárubragð eða Portlandsbragð. Aðferðin snýst um að láta fluguna skauta á yfirborðinu þannig að hún myndi V -laga gáru á eftir sér. Þetta er bæði gert með því að hnýta sérstakan hnút á einkrækjur eða með litlum plast-túbum, þar sem taumurinn er ekki settur í gegnum lítið get fremst á túbunni heldur á hlið hennar.

Á myndinni er veiðimaður við Laxfoss þegar Norðurá opnaði þann 4. júní.

Nánar er fjallað um málið í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Veiði. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .

Fyrir utan fáeina dropa má segja að þurrkatíð hafi verið á Suðvestur-, Vestur- og Norðvesturlandi síðasta mánuðinn. Afleiðingarnar eru þær að vatnsrennsli í laxveiðiám í þessum landshlutum hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið jafn lítið yfir sumartímann og það er nú.

Sem dæmi þá var rennslið í Norðurá tæplega 4 rúmmetrar á sekúndu þegar áin var opnuð 4. júní. Á sama tíma í fyrra var rennslið um 40 rúmmetrar á sekúndu. Nú er rennslið í Norðurá komið undir 3 rúmmetra á sekúndu.

Í flestum ám glíma veiðimenn við fordæmalausan vatnsskort. Undantekningarnar eru jökulárnar og ár sem hafa góða vatnsmiðlun. Til þess að bæta gráu ofan á svart fyrir laxveiðimenn þá hefur verið sólskin nánast flesta daga frá því að veiði hófst. Aðstæður hafa því verið gríðarlega krefjandi, lítið vatn, sólskin og heiðríkja. Viðskiptablaðið hafði samband við nokkra margreynda veiðimenn og hvernig best væri að bera sig að í þessum aðstæðum

Engan gusugang

Danski veiðimaðurinn Nils Folmer Jørgensen , sem er vel þekktur í veiðiheiminum, segir að vissulega séu til ráð við að fá lax til að taka í litlu vatni og björtu veðri.

„Í fyrsta lagi má alls ekki vera með gusugang með því að láta línuna skella á vatninu með lélegum falsköstum, of stórum flugum eða of þungri línu,“ segir Nils Folmer. „Slík læti munu fæla fiskinn frá áður en veiðimaðurinn nær að koma flugunni til hans. Allir svona skellir eftir línur eða stórar flugur magnast þegar lítið vatn er í ám. Stórar flugur í litlu vatni geta líka fælt laxinn frá. Í öðru lagi eiga veiðimenn að forðast að vaða við þessar aðstæður því laxinn sér allt miklu betur þegar lítið vatn er í ám og bjartviðri.“

Nils Folmer ráðleggur veiðimönnum eindregið að nota svokallaðan konískan (e. tapered ) taum. Þetta er frammjókkandi taumur sem fæst í öllum veiðiverslunum. Framan á þá er síðan settur faðmur af taumaefni, sem er svipað sver (helst aðeins mjórri) og mjósti hluti kóníska taumsins. Auðveldar þetta veiðimönnum að leggja línuna varlega á vatnið. Nils Folmer brýnir jafnframt fyrir veiðimönnum að nota litlar og lítið dressaðar flugur þegar rennsli í ám er lítið.

„Það þýðir að flugan verður ekki jafn sýnileg og sú sem er stærri og meira dressuð. Einhverjir kynnu að halda að það væri skrítið að ráðleggja veiðimönnum að nota flugu sem laxinn sér ekkert sérstaklega vel. Svo ég útskýri það þá er hugmyndin sú að laxinn sjái fluguna aðeins í skamman tíma og ákveði þess vegna að bregðast við þegar hann sér hana skyndilega skauta framhjá . Einnig mælist ég til þess að veiðimenn prófi að veiða andstreymis, en slík veiði getur verið tæknilega erfið fyrir óvana veiðimenn. Í andstreymisveiði sér laxinn fluguna einnig í skamman tíma,“ segir Nils Folmer. Við þetta má beta að silungapúpur geta reynst afar vel í litlu vatni.

Ríkarður Hjálmarsson er þrautreyndur veiðimaður og leiðsögumaður. Hann tekur undir með Nils Folmer og segir að í litlu vatni og björtu veðri veiði hann andstreymis.

„Það hefur reynst mér best. Ég nota mjög langa tauma og set oft míkró kóna undir,“ segir Ríkarður en míkró kónar eru örtúbur með litlum kúluhaus. „Þær flugur sem hafa reynst mér vel eru Collie Dog og Blue Charm .“

Hitch , hitch , hitch

Ásgeir Heiðar, einn allra reyndasti leiðsögumaður landsins, er ekki að flækja hlutina þegar hann er spurður hvað dugi best í litlu vatni og sól. „ Hitch , hitch , hitch ,“ segir hann. Hitch er enska orðið yfir gárubragð eða Portlandsbragð. Aðferðin snýst um að láta fluguna skauta á yfirborðinu þannig að hún myndi V -laga gáru á eftir sér. Þetta er bæði gert með því að hnýta sérstakan hnút á einkrækjur eða með litlum plast-túbum, þar sem taumurinn er ekki settur í gegnum lítið get fremst á túbunni heldur á hlið hennar.

Á myndinni er veiðimaður við Laxfoss þegar Norðurá opnaði þann 4. júní.

Nánar er fjallað um málið í fylgiriti Viðskiptablaðsins, Veiði. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .