Kaffi er í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum og er það notað bæði í vinnu og í félagslegu samhengi. Koffín getur hjálpað okkur að vinna og gert okkur orkuríkari en það getur líka haft áhrif á svefn.

Fréttamiðillinn Wall Street Journal hefur nú tekið saman greiningu til að skoða hversu mikið kaffi við ættum að vera að drekka.

Kaffi er í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum og er það notað bæði í vinnu og í félagslegu samhengi. Koffín getur hjálpað okkur að vinna og gert okkur orkuríkari en það getur líka haft áhrif á svefn.

Fréttamiðillinn Wall Street Journal hefur nú tekið saman greiningu til að skoða hversu mikið kaffi við ættum að vera að drekka.

Stjórnvöld og heilbrigðissamtök mæla yfirleitt með því að fullorðnir neyti ekki meira en 400 milligramma af koffíni á dag. Þetta samsvarar um það bil fjórum bollum á dag og það virðist sem svo að fullorðnir einstaklingar séu að fylgja þessum leiðbeiningum nokkuð vel.

Í Evrópu neytir meðalfullorðinn einstaklingur um 270 milligramma á dag á meðan meðal Bandaríkjamaður tekur inn 200 milligrömm.

Astrid Nehlig, rannsóknarstjóri hjá frönsku heilbrigðis- og læknastofnuninni sem hefur rannsakað áhrif koffíns á heilann, segir að 100-150 milligrömm, eða einn og hálfur bolli af kaffi sé nóg til að veita einstaklingi auka orku. Hún segir þó áhrifin vera mismunandi eftir fólki.

„Áhrifin koma almennt fram um það bil fimm mínútum eftir neyslu og aukast hægt og rólega í rúmlega 15 til 120 mínútur. Aðrar rannsóknir benda til þess að koffín geti hjálpað okkur að æfa meira, til dæmis hlaup, sund eða fótbolta,“ segir Nehlig.

Koffín hefur þó vissulega neikvæð áhrif á svefn en samkvæmt rannsókn frá New England Journal of Medicine þá sváfu þátttakendur rannsóknarinnar að meðaltali 30 mínútum minna á þeim dögum sem þeir gátu drukkið eins mikið kaffi og þeir vildu heldur en á þeim dögum sem þeir drukku ekkert.

Greiningin segir jafnframt að flestir fullorðnir fái mest af sínu koffíni frá kaffi en markaðurinn fyrir orkudrykki fer ört vaxandi. Sérfræðingar vara við þessari þróun þar sem koffínið í þessum drykkjum inniheldur oft mikið magn af koffíni og er líklegra að fólk fái of stóran skammt af koffíni, sykri og tómum hitaeiningum úr þeim drykkjum.