Jólin eru að baki, og á meðan margir njóta þess að vera í rólegheitum, finna aðrir fyrir þreytu og jafnvel streitu eftir jólaösina. Nú er tíminn til að hægja á, hlaða batteríin og undirbúa sig fyrir nýtt ár. Hér eru nokkrar hugmyndir sem stuðla að betri líðan.

Gefðu þér tíma til afslöppunar

Settu hvíld í forgang. Reyndu að slaka á með því að lesa góða bók, horfa á uppáhaldsþættina þína eða einfaldlega njóta kyrrðarinnar með heitu tei í hendi.

Heima-spa fyrir líkama og sál

Búðu til afslappandi stemningu heima með einföldum ráðum:

  • Kveiktu á kertum og bættu ilmolíu eins og lavender eða eukalyptus í olíubrennara.
  • Settu góðan maska á húðina, eða prófaðu heitt bað með epsom salti.
  • Nuddaðu fætur og hendur með rakakremi eða olíu til að mýkja húðina í kuldanum.

Létt hreyfing

Jólin geta tekið sinn toll á líkamann, enda borðar fólk almennt meira og hreyfir sig minna. Létt hreyfing eins og jóga, göngutúr í náttúrunni eða teygjuæfingar getur gert kraftaverk. Það styrkir ekki aðeins líkamann heldur róar líka hugann.

Hugleiðsla eða djúpöndun

Þegar allt verður of mikið, getur hugleiðsla eða einföld djúpöndun verið ótrúlega áhrifarík leið til að létta á andlegri spennu. Settu þig í þægilega stöðu, lokaðu augunum og einbeittu þér að því að anda djúpt inn og út.

Settu þig í fyrsta sæti

Jólin snúast oft um að gleðja aðra, en nú máttu snúa sjónum að sjálfum þér. Skrifaðu niður það sem þú ert þakklát(ur) fyrir, eða settu þér einföld markmið fyrir næstu daga sem einblína á vellíðan og jafnvægi.