Nýjasta útgáfan af hugbúnaðinum AirServer 5.0 er ein af tíu bestu smáforritum síðasta árs, að mati mati netmiðilsins TUAW . Þetta er einn af helstu netmiðlunum sem fjalla um vörur og hugbúnað sem tengist Apple. Til marks um gæði hugbúnaðarins er forritið Evernote frá samnefndu fyrirtækisins talsvert neðar á lista TUAW .
AirServer er hugbúnaður sem fyrirtækið App Dynamic í Kópavogi hefur búið til frá grunnið. Með forritinu, sem er jafnframt til fyrir Windows-stýrikerfið, er hægt að streyma efni frá símum og spjaldtölvum í gegnum tölvur sem tengdar eru við sjónvarp eða myndvarpa. Hugmyndasmiðurinn heitir Pratik Kumar og hefur hann í gegnum tíðina þróað fjölda forrita sem hafa slegið í gegn, s.s. í netverslun Apple, iTunes.
Í umfjöllun TUAW segir að rúmlega ein milljón manna noti hugbúnaðinn á hverjum degi.
Hér að neðan má sjá skýringarmyndband frá App Dynamic.