Það verður nóg um vera fyrir bílaáhugafólk á morgun, laugardag en þá stendur Ísband, umboðsaðili Jeep, RAM og Fiat á Íslandi, fyrir fjölbreyttri bílasýningu.

Fjórhjóladrifna Jeep-fjölskyldan; Wrangler, Compass og Rengade, verður á svæðinu enda hlaðin búnaði, rafmagni og klár í sumarævintýrin. Jeep Wrangler Rubicon hentar vel til breytinga og verður hann sýndur með 35“, 37“ og 40“ breytingum. Hægt er að velja um nokkrar útfærslur í breytingunum.

Það verður nóg um vera fyrir bílaáhugafólk á morgun, laugardag en þá stendur Ísband, umboðsaðili Jeep, RAM og Fiat á Íslandi, fyrir fjölbreyttri bílasýningu.

Fjórhjóladrifna Jeep-fjölskyldan; Wrangler, Compass og Rengade, verður á svæðinu enda hlaðin búnaði, rafmagni og klár í sumarævintýrin. Jeep Wrangler Rubicon hentar vel til breytinga og verður hann sýndur með 35“, 37“ og 40“ breytingum. Hægt er að velja um nokkrar útfærslur í breytingunum.

Ram 3500 pallbílar verða sýndir í Crew Cab og Mega Cab útfærslum. RAM hentar einnig vel til breytinga og verður hann sýndur með 35“, 37“ og 40“ breytingum og munu sölumenn veita allar nánari upplýsingar um útfærslurnar. Allar Jeep og RAM breytingar eru gerðar af breytingaverkstæði Ísband.

Einnig verða á svæðinu Fiat Doblo sendibíllinn sem nú fæst með 7 ára ábyrgð. Þá verður líka að finna smábíllinn, Fiat 500e LaPrima sem er 100% rafmagnsbíll. Sýningin er í sýningarsal Ísband að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og verður opin frá kl. 12-16.