Loftslagsbreytingar eru farnar að setja ákveðið strik í reikninginn hjá kanadískum vínframleiðendum í Bresku Kólumbíu. Samkvæmt nýrri rannsókn þurfa vínframleiðendur þar allt að 317 milljónir dala í fjárhagsaðstoð eftir einstaklega kaldan vetur í fyrra sem hafði slæm áhrif á vínframleiðslu.

Vínræktunarsvæðin í vesturhluta Kanada hafa orðið fyrir alvarlegum áhrifum undanfarið ár út af loftslagsbreytingum, þar á meðal langvarandi djúpfrysti, þurrkun og skógarelda.

Samkvæmt nýrri úttekt frá BC Wine Grape Council er áætlað að 29% af þeim 5.132 hekturum sem notaðir eru til vínræktunar hafi orðið fyrir skemmdum síðasta vetur. Þar að auki hefur 30% af svæðinu orðið fyrir barðinu á veirum og þarf því að gróðursetja á ný allt að 3.032 hektara.

Loftslagsbreytingar eru farnar að setja ákveðið strik í reikninginn hjá kanadískum vínframleiðendum í Bresku Kólumbíu. Samkvæmt nýrri rannsókn þurfa vínframleiðendur þar allt að 317 milljónir dala í fjárhagsaðstoð eftir einstaklega kaldan vetur í fyrra sem hafði slæm áhrif á vínframleiðslu.

Vínræktunarsvæðin í vesturhluta Kanada hafa orðið fyrir alvarlegum áhrifum undanfarið ár út af loftslagsbreytingum, þar á meðal langvarandi djúpfrysti, þurrkun og skógarelda.

Samkvæmt nýrri úttekt frá BC Wine Grape Council er áætlað að 29% af þeim 5.132 hekturum sem notaðir eru til vínræktunar hafi orðið fyrir skemmdum síðasta vetur. Þar að auki hefur 30% af svæðinu orðið fyrir barðinu á veirum og þarf því að gróðursetja á ný allt að 3.032 hektara.

„Þær áskoranir sem vínframleiðendur í dag standa frammi fyrir eru gjörólíkar því sem við höfum upplifað áður. Loftslagsbreytingar ásamt aukinni tíðni veira og sjúkdóma ógna nú iðnaðinum okkar og þurfum við því fjármagn til að berjast gegn þessu,“ segir Ross Wise, formaður BC Wine Grape Council.

Vínblaðið Decanter segir að þessar fregnir komi samhliða miklum samdrætti í vínframleiðslu á heimsvísu sem stafi fyrst og fremst vegna erfiðra vetra. Alþjóða vínstofnunin (OIV) tilkynnti meðal annars að vínframleiðsla á heimsvísu í ár hafi ekki verið jafn lág síðan 1961. Einnig er búist við 12% og 14% samdrætti í framleiðslu á Ítalíu og Spáni.