Tökur á nýrri auglýsingarherferð fyrir Kia EV9 fóru fram hér á landi fyrr í sumar. True North sá um framleiðsluna fyrir þýsku auglýsingastofuna Innocean og Kia Europe. Ísland varð fyrir valinu úr hópi Evrópulanda meðal annars vegna stórbrotinnar náttúru, hreinnar og grænni orku og háleitra markmiða í rafbílavæðingu.

„Það er mikill heiður fyrir okkur að Kia í Evrópu hafi valið Ísland sem aðal tökustað fyrir EV9 sem er fyrsti alrafmagnaði jeppinn frá Kia og mun brjóta blað í rafmögnuðum samgöngum. Íslendingar leggja mikið upp úr sjálfbærni og vilja rafvæða bílaflotann sinn sem allra fyrst. Þessi markmið eru í takt við stefnu Kia og erum við gífurlega stolt af því að aðal auglýsingarherferðin fyrir þetta tímamótabíl sé framleitt í íslenskri náttúru,“ segir Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri Kia á Íslandi.

Undirbúningur hófst snemma á þessu ári, en tökurnar stóðu í 2 vikur, sitthvoru megin við 17. júní. Auglýsingar fyrir sjónvarp voru unnar í samstarfi við TPF í Hamborg og MJZ í London og voru leikstýrðar af Fredrik Bond en hann er einn af reyndustu og eftirsóttustu auglýsingaleikstjórum heims.

Um 35 manns á vegum Kia komu hingað til lands og unnu með 50 manna hópi á staðnum við herferðina, svo alls voru um 85 manns sem komu að framleiðslunni hér á landi. Íslenskir leikarar voru notaðir í myndirnar, sem og íslenskur leikstjóri og íslenskur tökumaður, auk almenns tökuliðs. Jón Bjarni Guðmundsson og Andri Thor Birgisson frá True North sáu um framleiðslu hér á landi.

Kia EV9 er svo væntanlegur til landsins síðar á þessu ári og bindur Kia mikla vonir við EV9 og fullyrðir að hér sé á ferðinni bíll sem mun leggja línurnar fyrir rafmagnaða jeppa framtíðarinnar.

Tökur á nýrri auglýsingarherferð fyrir Kia EV9 fóru fram hér á landi fyrr í sumar. True North sá um framleiðsluna fyrir þýsku auglýsingastofuna Innocean og Kia Europe. Ísland varð fyrir valinu úr hópi Evrópulanda meðal annars vegna stórbrotinnar náttúru, hreinnar og grænni orku og háleitra markmiða í rafbílavæðingu.

„Það er mikill heiður fyrir okkur að Kia í Evrópu hafi valið Ísland sem aðal tökustað fyrir EV9 sem er fyrsti alrafmagnaði jeppinn frá Kia og mun brjóta blað í rafmögnuðum samgöngum. Íslendingar leggja mikið upp úr sjálfbærni og vilja rafvæða bílaflotann sinn sem allra fyrst. Þessi markmið eru í takt við stefnu Kia og erum við gífurlega stolt af því að aðal auglýsingarherferðin fyrir þetta tímamótabíl sé framleitt í íslenskri náttúru,“ segir Kristmann Freyr Dagsson, sölustjóri Kia á Íslandi.

Undirbúningur hófst snemma á þessu ári, en tökurnar stóðu í 2 vikur, sitthvoru megin við 17. júní. Auglýsingar fyrir sjónvarp voru unnar í samstarfi við TPF í Hamborg og MJZ í London og voru leikstýrðar af Fredrik Bond en hann er einn af reyndustu og eftirsóttustu auglýsingaleikstjórum heims.

Um 35 manns á vegum Kia komu hingað til lands og unnu með 50 manna hópi á staðnum við herferðina, svo alls voru um 85 manns sem komu að framleiðslunni hér á landi. Íslenskir leikarar voru notaðir í myndirnar, sem og íslenskur leikstjóri og íslenskur tökumaður, auk almenns tökuliðs. Jón Bjarni Guðmundsson og Andri Thor Birgisson frá True North sáu um framleiðslu hér á landi.

Kia EV9 er svo væntanlegur til landsins síðar á þessu ári og bindur Kia mikla vonir við EV9 og fullyrðir að hér sé á ferðinni bíll sem mun leggja línurnar fyrir rafmagnaða jeppa framtíðarinnar.