Kia Niro Plug-in Hybrid hefur hlotið Red Dot-hönnunarverðlaun fyrir vöruhönnun og hefur Kia þar með unnið til 28 Red Dot-verðlauna frá árinu 2009.
Niro Plug-in Hybrid er glæddur áhrifaríkri og praktískri fagurfræði sem byggð er á hönnunarhugmyndafræði Kia, „Opposites United“. Afgerandi og eftirtektarvert útlitið var hannað til að skapa yfirbragð hreyfingar. Meðal athyglisverðra eiginleika eru nútímaleg og skörp „Heartbeat“-dagljós (DRL), einkennandi Aero C-stoð og djörf hlíf og klæðning til að undirstrika sterkbyggða stöðu rafbílsins. Þessir eiginleikar, ásamt nýjustu útfærslu einkennandi „Tiger Face“ framhliðar, ljá gerðinni einkennandi hönnunarútlit Kia.
Hægt er að velja á milli þrenns konar rafknúinna aflrása í Kia Niro: rafmagn, hybrid og Plug-in hybrid. Í samræmi við umhverfisvæna aksturskosti eru allar þrjár útfærslurnar einnig búnar vistvænum efnum í innanrými, allt frá endurunnu veggfóðri í loftinu, málningu á hurðarbyrðum sem ekki inniheldur lífræn rokefni og sætishlífum úr gervileðri, sem búnar eru til úr Tencel úr Eucalyptustrjám. Að auki inniheldur farangursrýmishlífin 75% af endurunnum trefjum.
Red Dot-hönnunarverðlaunin eru ein af eftirsóttustu viðurkenningunum fyrir hönnun. Á hverju ári skoðar dómnefnd sem skipuð er alþjóðlegum sérfræðingum innsendar vörur og metur hönnunargæði og nýstárleika þeirra.