Eigendur verslunarinnar eru fatahönnuðirnir Anita Hirlekar og Magnea Einarsdóttir. Hönnunarsjóður veitti þeim rannsókna- og þróunarstyrk fyrir nýja línu sem þær vinna að saman og ætlað er að varpa ljósi á íslenskt hugvit.  Þær Anita og Magnea segja að íslenska hönnun hafi skort á Hafnartorgi og þær hafi viljað lyfta henni upp meðal alþjóðlegra tískumerkja í verslununum í kring

Eigendur verslunarinnar eru fatahönnuðirnir Anita Hirlekar og Magnea Einarsdóttir. Hönnunarsjóður veitti þeim rannsókna- og þróunarstyrk fyrir nýja línu sem þær vinna að saman og ætlað er að varpa ljósi á íslenskt hugvit.  Þær Anita og Magnea segja að íslenska hönnun hafi skort á Hafnartorgi og þær hafi viljað lyfta henni upp meðal alþjóðlegra tískumerkja í verslununum í kring

Þær leggja mikla áherslu á góð snið, áberandi munstur og fallegar litasamsetningar.

„Konur eiga að sjást. Við bjóðum upp á fágaða hönnun og trúum því að kvenleiki megi vera allsráðandi í klæðaburði. Við eigum ekki að þurfa að klæðast jakkafötum til að á okkur sé hlustað, nema það sé okkar stíll og við fáum mikið til okkar konur sem eru að koma fram eða halda upp á stóran viðburð í lífinu,“ segir Magnea.

Anita segir þurfa ákveðið hugrekki til þess að klæðast fötunum þeirra sem komi oft með aldrinum. „Við eigum breiðan og fjölbreyttan kúnnahóp og erum þakklátar fyrir það. Við höfum klætt margar konur sem eru áberandi í þjóðfélaginu, forsetafrúin okkar, stjórnmálakonur og ráðherrar í ríkisstjórn, athafnakonur, sjónvarpskonur, listakonur, leikkonur og tónlistarkonur svo eitthvað sé nefnt.“

Viðtalið við Anitu og Magneu er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild hér.