Pablo Ruiz Picasso er talinn einn áhrifamesti og afkastamesti listamaður tuttugustu aldarinnar. Verk hans eru meðal þeirra verðmætustu í heiminum en þau skipta þúsundum.

Listmálarinn var ástríðufullur eins og sannur Andalúsíubúi. Hann elskaði að mála en hann elskaði einnig konur og gat ekki án þeirra verið. Þær voru andagiftin í listsköpun hans. Ástirnar í lífi Picasso voru fjölmargar og kynntist hann þeim flestum þegar þær sátu fyrir hjá honum. Alls bjó Picasso með sex konum á viðburðaríkri ævi sinni og átti auk þess fleiri ástkonur. Picasso kynnist fyrstu ástinni Fernande Olivier sem byrjaði einmitt sem fyrirsæta hjá honum á Parísar árum hans.

Picasso giftist tvisvar, fyrst Olgu Koklovu árið 1918 og síð- ar Jacqueline Roque árið 1961. Á árunum 1921 til 1949 eignast hann fjögur börn. Soninn Paulo með Olgu Koklovu og stúlkuna Mayu með hjákonu málarans Marie-Thérese Walter. Með Francoise Gilot eignaðist hann og soninn Claude og dótturina Palomu. Ljósmyndarinn Dora Maar var ástkona Picasso á árunum 1936-1945 og hafði hún mikil áhrif á listsköpun hans.

Pablo Ruiz Picasso er talinn einn áhrifamesti og afkastamesti listamaður tuttugustu aldarinnar. Verk hans eru meðal þeirra verðmætustu í heiminum en þau skipta þúsundum.

Listmálarinn var ástríðufullur eins og sannur Andalúsíubúi. Hann elskaði að mála en hann elskaði einnig konur og gat ekki án þeirra verið. Þær voru andagiftin í listsköpun hans. Ástirnar í lífi Picasso voru fjölmargar og kynntist hann þeim flestum þegar þær sátu fyrir hjá honum. Alls bjó Picasso með sex konum á viðburðaríkri ævi sinni og átti auk þess fleiri ástkonur. Picasso kynnist fyrstu ástinni Fernande Olivier sem byrjaði einmitt sem fyrirsæta hjá honum á Parísar árum hans.

Picasso giftist tvisvar, fyrst Olgu Koklovu árið 1918 og síð- ar Jacqueline Roque árið 1961. Á árunum 1921 til 1949 eignast hann fjögur börn. Soninn Paulo með Olgu Koklovu og stúlkuna Mayu með hjákonu málarans Marie-Thérese Walter. Með Francoise Gilot eignaðist hann og soninn Claude og dótturina Palomu. Ljósmyndarinn Dora Maar var ástkona Picasso á árunum 1936-1945 og hafði hún mikil áhrif á listsköpun hans.

Les Demoiselles d’Avignon sem Picasso málaði1907 er eitt af hans frægustu verkum.

Síðasta konan í lífi Picasso var Jacqueline Roque en hún var um 46 árum yngri en listmálarinn þegar þau kynntust. Hún var með honum þegar hann lést 91 árs að aldri í bænum Mougins í Suður-Frakklandi árið 1973.

Picasso var ástríðufullur listamaður og sinnti listinni af lífi og sál allt til dauðadags. Það má segja að hver og ein ástkona í lífi Picasso hafi átt sitt tímabil í verkum hans á þeim tíma er þær voru elskhugar hans. Þær birtust á striganum hver á fætur annarri á mismunandi tímabilum og útfærslum á langri listamannsævi hans.

Umfjöllunina um Picasso er að finna í blaðinu Eftir vinnu sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.