YouTube-stjörnurnar KSI og Sideman, ásamt höfundum Candy Crush, Minecraft og Grand Theft Auto, hafa verið nefndir sem nokkrir af ríkustu tölvuleikjaspilurum og framleiðendum Bretlands.
Sunday Times greinir frá þessum lista 30 einstaklinga og eru Igor og Dmitry Bukhman, stofnendur Playrix, þar á toppnum.
Bræðurnir eiga samanlagt 12,5 milljarða punda en þeir hafa framleitt titla á borð við Township, Fishdom og Homescapes. KSI og Sidemen eru efstir á listanum yfir tölvuleikjaspilendur og eiga um 50 milljónir punda.
Meira en fjórðungur tölvuleikja- og hönnuða á listanum eru undir 35 ára en á listanum eru aðeins þrjár konur.
KSI, sem heitir réttu nafni Olajide Olatunji, er einn af sjö meðlimum Sidemen, YouTube-rásar sem gerir myndbönd af áskorunum, sketsum og tölvuleikjaskýringum.
Á listanum má einnig finna aðrar YouTube-stjörnur á borð við Svíann PewDiePie og Felix Kjellberg, en hann á nokkur fyrirtæki í Bretlandi.
Dan og Sam Houser, stofnendur Rockstar Games, eru í fjórða sæti með samanlagðar eignir upp á 350 milljónir punda og eru þekktastir fyrir Grand Theft Auto-tölvuleikjaseríuna.