Reykjavík er líklega eina höfuðborg heims sem státar af tveimur laxveiðiám. Innan borgarmarkanna er hægt að egna fyrir laxi í Elliðaánum og Úlfarsá, sem einnig er kölluð Korpa. Viðskiptablaðið fjallar hér stuttlega um þessar tvær perlur, sem og fimm aðrar laxveiðiár, sem eru rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Árnar eiga það sammerkt að innan við klukkutíma tekur að keyra að þeim. Við byrjum í höfuðborginni og fikrum okkur síðan vestur á land en í lokin ökum við Suðurlandsveginn að Soginu.

Elliðaár

Elliðaárnar eru sannkölluð veiðiperla í miðri höfuðborginni. Þær renna úr Elliðavatni og þaðan liðast þær um sex kílómetra leið í gegnum Víðidal og Elliðárdal á leið sinni til sjávar í Elliðaárvog. Á þessum kafla eru fjölmargir góðir veiðistaðir, bæði fyrir fluguveiði og maðkaveiði , en heimilt er að nota maðk fyrir neðan Árbæjarstíflu. Árnar eru sérstakar að því leyti þar er einungis hægt að kaupa veiðileyfi fyrir hálfan dag, er það gert til þess að sem flestir fái að njóta árinnar en Elliðaárnar hafa verið heimavöllur Stangaveiðifélags Reykjavíkur enda var félagið stofnað í þeim tilgangi að halda utan um þessa veiðiperlu árið 1939.

Elliðaárnar eru að mörgu leyti vanmetnar því ekki eru allir sem gera sér grein fyrir því hversu góðar þær eru. Þegar reiknaður er út fjöldi laxa á hverja stöng þá eru Elliðaárnar oftar en ekki á lista yfir tíu aflahæstu ár landsins. Síðasta sumar voru þær til að mynda í 9. sæti af 50 ám, með 185 laxa að meðaltali á stöng. Veitt er á 4 til 6 stangir í Elliðaánum og er veiðitímabilið er frá 21. júní til 15. september. Þar til 1. september er tveggja laxa kvóti en í september verða veiðimenn að sleppa öllum löxum. Á því tímabili er einungis heimilt að veiða á flugu. Auk mikillar laxagengdar er töluvert af sjóbirtingi í Elliðaánum, sem og staðbundnum urriða. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Elliðaárnar á leigu og kostar hálfur dagur frá 15.700 krónum upp í 26.300.

Úlfarsá/Korpa

Úlfarsá, sem er fyrir neðan Vesturlandsveg gengur oft undir nafninu Korpúlfsstaðaá eða bara Korpa, er líkt og Elliðáarnar innan borgarmarkanna. Áin á upptök sín í Hafravatni og þaðan rennur hún um sjö kílómetra leið til sjávar í Blikastaðakró. Ofarlega skiptir hún byggðunum við Grafarholt og Úlfarsárdal í tvennt – rennur mitt á milli þeirra. Fyrir neðan þjóðveg liðast hún í gegnum golfvöllinn við Korpúlfsstaði og fylgir honum reyndar alveg til sjávar. Obbinn ef merktum veiðistöðum er fyrir neðan þjóðveg.

Líkt og Elliðaárnar er Úlfarsá nett laxveiðiá og aðgengileg. Veitt er á tvær stangir í Úlfarsá og er veiðitímabilið frá 27. júní til 22. september. Heimilt er að veiða með flugu og maðki og í ánni er þriggja laxa kvóti á stöng á dag. Áin er algjörlega sjálfbær og í henni veiðast bæði laxar og silungar. Veiðin í fyrra var með ágætum en þá veiddust 119 laxar á stöng í ánni, sem er töluvert meira en sumarið 2017 þegar 58 laxar veiddust á hverja stöng. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Úlfarsá á leigu og kostar dagurinn frá 14.600 krónum upp í 38.600.

Leirvogsá

Það þarf ekki að keyra lengi á Vesturlandsveginum áður en komið er að enn einni laxveiðiánni því á mörkum Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps rennur ein af þeim betri til sjávar en það er Leirvogsá. Leirvogsá á upptök sín í Leirvogsvatni, sem er við Þingvallaveg uppi á Mosfellsheiði gegnt Skálafelli. Áin rennur 12 kílómetra þaðan til sjávar en er laxgeng upp að Tröllafossi, sem er um átta kílómetrum frá ósi. Áin liðast til sjávar í Mosfellsdal við rætur Móskarðshnjúka og Kistufells í Esju. Um fimmtíu merktir veiðistaðir eru í ánni, jafnt hraðir strengir, sem og fallegir lygnari fluguveiðistaðir.

Veitt er á tvær stangir í Leirvogsá og er fluga leyfð, sem og maðkaveiði með skilyrðum.  Maðkur er leyfður frá ósi að og með Birgishyl og frá og með Skeggjastaðagrjótum og að og með Tröllafossi allt tímabilið. Eingöngu fluga er leyfð allt sumarið á miðsvæði frá og með Helguhyl að og með Efri Skrauta. Í fyrra veiddust 125 laxar á stöng í Leirvogsá en veiðin hefur oft verið ævintýralega góð þarna og sem dæmi veiddust yfir 300 laxar á stöng í ánni árin 2013 og 2015. Veiðifélagið Lax-á er með Leirvogsá á leigu og kostar dagurinn frá 69.000 krónum upp í 139.000.

Laxá í Kjós

Ef haldið er áfram á Vesturlandsvegi og beygt af þjóðveginum inn Hvalfjörðinn koma menn fljótlega að þeirri frægu á, Laxá í Kjós. Er þetta mögnuð laxveiðiá sem upptök sín í Stíflisdalsvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Laxárvogi, þar sem áin rennur til sjávar. Laxá í Kjós er laxgeng upp að hinum gullfallega Þórufossi. Erfitt er að finna fjölbreyttari laxveiðiá en Laxá í Kjós því ofarlega eru hraðir strengir, þar sem áin rennur sums staðar um gljúfur, og þar fyrir neðan taka við sandeyrar. Um miðbikið hægir enn á rennslinu og áin breiðir úr sér, þar sem hún rennur um gróna grasbakka sveitarinnar, þar sem tuddar eru oft á beit. Enn neðar eru fossar og sá frægasti er Laxfoss, sem er rétt fyrir ofan Hvalfjarðarveg.

Um það bil einum kílómetra fyrir ofan ós rennur áin Bugða út í Laxá í Kjós. Veiði í Bugðu, sem á upptök sín í Meðalfellsvatni, fylgir veiði í Laxá í Kjós. Eru tvær stangir eyrnarmerktar Bugðu, sem er skemmtileg viðbót við Laxá í Kjós. Þetta er nett á sem getur gefið mjög góða veiði. Í heildina er veitt á sex til átta stangir í Laxá í Kjós og Bugðu og stendur veiði frá 20. júní til 25. september. Einungis er heimilt að veiða á flugu.

Í fyrra veiddust 132 laxar á stöng í Kjósinni. Í Laxá í Kjós eru veiðimenn hins vegar ekki eingöngu að veiða lax heldur einnig sjóbirtinga enda veiðast á hverju ári mjög stórir birtingar í ánni.

Veiðifélagið Hreggnasi er með Laxá í Kjós á sínum snærum og kosta veiðileyfin frá 39.000 krónum upp í 199.000. Líkt og víða annars staðar þurfa veiðimenn að borga aukalega fyrir gistingu og fæði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .

Reykjavík er líklega eina höfuðborg heims sem státar af tveimur laxveiðiám. Innan borgarmarkanna er hægt að egna fyrir laxi í Elliðaánum og Úlfarsá, sem einnig er kölluð Korpa. Viðskiptablaðið fjallar hér stuttlega um þessar tvær perlur, sem og fimm aðrar laxveiðiár, sem eru rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Árnar eiga það sammerkt að innan við klukkutíma tekur að keyra að þeim. Við byrjum í höfuðborginni og fikrum okkur síðan vestur á land en í lokin ökum við Suðurlandsveginn að Soginu.

Elliðaár

Elliðaárnar eru sannkölluð veiðiperla í miðri höfuðborginni. Þær renna úr Elliðavatni og þaðan liðast þær um sex kílómetra leið í gegnum Víðidal og Elliðárdal á leið sinni til sjávar í Elliðaárvog. Á þessum kafla eru fjölmargir góðir veiðistaðir, bæði fyrir fluguveiði og maðkaveiði , en heimilt er að nota maðk fyrir neðan Árbæjarstíflu. Árnar eru sérstakar að því leyti þar er einungis hægt að kaupa veiðileyfi fyrir hálfan dag, er það gert til þess að sem flestir fái að njóta árinnar en Elliðaárnar hafa verið heimavöllur Stangaveiðifélags Reykjavíkur enda var félagið stofnað í þeim tilgangi að halda utan um þessa veiðiperlu árið 1939.

Elliðaárnar eru að mörgu leyti vanmetnar því ekki eru allir sem gera sér grein fyrir því hversu góðar þær eru. Þegar reiknaður er út fjöldi laxa á hverja stöng þá eru Elliðaárnar oftar en ekki á lista yfir tíu aflahæstu ár landsins. Síðasta sumar voru þær til að mynda í 9. sæti af 50 ám, með 185 laxa að meðaltali á stöng. Veitt er á 4 til 6 stangir í Elliðaánum og er veiðitímabilið er frá 21. júní til 15. september. Þar til 1. september er tveggja laxa kvóti en í september verða veiðimenn að sleppa öllum löxum. Á því tímabili er einungis heimilt að veiða á flugu. Auk mikillar laxagengdar er töluvert af sjóbirtingi í Elliðaánum, sem og staðbundnum urriða. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Elliðaárnar á leigu og kostar hálfur dagur frá 15.700 krónum upp í 26.300.

Úlfarsá/Korpa

Úlfarsá, sem er fyrir neðan Vesturlandsveg gengur oft undir nafninu Korpúlfsstaðaá eða bara Korpa, er líkt og Elliðáarnar innan borgarmarkanna. Áin á upptök sín í Hafravatni og þaðan rennur hún um sjö kílómetra leið til sjávar í Blikastaðakró. Ofarlega skiptir hún byggðunum við Grafarholt og Úlfarsárdal í tvennt – rennur mitt á milli þeirra. Fyrir neðan þjóðveg liðast hún í gegnum golfvöllinn við Korpúlfsstaði og fylgir honum reyndar alveg til sjávar. Obbinn ef merktum veiðistöðum er fyrir neðan þjóðveg.

Líkt og Elliðaárnar er Úlfarsá nett laxveiðiá og aðgengileg. Veitt er á tvær stangir í Úlfarsá og er veiðitímabilið frá 27. júní til 22. september. Heimilt er að veiða með flugu og maðki og í ánni er þriggja laxa kvóti á stöng á dag. Áin er algjörlega sjálfbær og í henni veiðast bæði laxar og silungar. Veiðin í fyrra var með ágætum en þá veiddust 119 laxar á stöng í ánni, sem er töluvert meira en sumarið 2017 þegar 58 laxar veiddust á hverja stöng. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Úlfarsá á leigu og kostar dagurinn frá 14.600 krónum upp í 38.600.

Leirvogsá

Það þarf ekki að keyra lengi á Vesturlandsveginum áður en komið er að enn einni laxveiðiánni því á mörkum Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps rennur ein af þeim betri til sjávar en það er Leirvogsá. Leirvogsá á upptök sín í Leirvogsvatni, sem er við Þingvallaveg uppi á Mosfellsheiði gegnt Skálafelli. Áin rennur 12 kílómetra þaðan til sjávar en er laxgeng upp að Tröllafossi, sem er um átta kílómetrum frá ósi. Áin liðast til sjávar í Mosfellsdal við rætur Móskarðshnjúka og Kistufells í Esju. Um fimmtíu merktir veiðistaðir eru í ánni, jafnt hraðir strengir, sem og fallegir lygnari fluguveiðistaðir.

Veitt er á tvær stangir í Leirvogsá og er fluga leyfð, sem og maðkaveiði með skilyrðum.  Maðkur er leyfður frá ósi að og með Birgishyl og frá og með Skeggjastaðagrjótum og að og með Tröllafossi allt tímabilið. Eingöngu fluga er leyfð allt sumarið á miðsvæði frá og með Helguhyl að og með Efri Skrauta. Í fyrra veiddust 125 laxar á stöng í Leirvogsá en veiðin hefur oft verið ævintýralega góð þarna og sem dæmi veiddust yfir 300 laxar á stöng í ánni árin 2013 og 2015. Veiðifélagið Lax-á er með Leirvogsá á leigu og kostar dagurinn frá 69.000 krónum upp í 139.000.

Laxá í Kjós

Ef haldið er áfram á Vesturlandsvegi og beygt af þjóðveginum inn Hvalfjörðinn koma menn fljótlega að þeirri frægu á, Laxá í Kjós. Er þetta mögnuð laxveiðiá sem upptök sín í Stíflisdalsvatni, sem er um 20 kílómetrum frá Laxárvogi, þar sem áin rennur til sjávar. Laxá í Kjós er laxgeng upp að hinum gullfallega Þórufossi. Erfitt er að finna fjölbreyttari laxveiðiá en Laxá í Kjós því ofarlega eru hraðir strengir, þar sem áin rennur sums staðar um gljúfur, og þar fyrir neðan taka við sandeyrar. Um miðbikið hægir enn á rennslinu og áin breiðir úr sér, þar sem hún rennur um gróna grasbakka sveitarinnar, þar sem tuddar eru oft á beit. Enn neðar eru fossar og sá frægasti er Laxfoss, sem er rétt fyrir ofan Hvalfjarðarveg.

Um það bil einum kílómetra fyrir ofan ós rennur áin Bugða út í Laxá í Kjós. Veiði í Bugðu, sem á upptök sín í Meðalfellsvatni, fylgir veiði í Laxá í Kjós. Eru tvær stangir eyrnarmerktar Bugðu, sem er skemmtileg viðbót við Laxá í Kjós. Þetta er nett á sem getur gefið mjög góða veiði. Í heildina er veitt á sex til átta stangir í Laxá í Kjós og Bugðu og stendur veiði frá 20. júní til 25. september. Einungis er heimilt að veiða á flugu.

Í fyrra veiddust 132 laxar á stöng í Kjósinni. Í Laxá í Kjós eru veiðimenn hins vegar ekki eingöngu að veiða lax heldur einnig sjóbirtinga enda veiðast á hverju ári mjög stórir birtingar í ánni.

Veiðifélagið Hreggnasi er með Laxá í Kjós á sínum snærum og kosta veiðileyfin frá 39.000 krónum upp í 199.000. Líkt og víða annars staðar þurfa veiðimenn að borga aukalega fyrir gistingu og fæði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .