Laxveiðitímabilið er komið á fullt árnar opna nú hver af annarri.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, með 91 sentímetra lax sem tók í Kirkjustreng í Þverá.
Deila
Laxveiðitímabilið hófst formlega þann 1. júní þegar veiðimenn renndu fyrir laxi við Urriðafoss í Þjórsá og Skugga, sem er veiðisvæði í Hvítá í Borgarfirði. Veiðin þar hófst með látum því eftir einungis sjö mínútur setti Stefán Sigurðsson, leigutaki svæðisins, í lax sem hann landaði. Þann 4. júní opnaði Norðurá og veiddi Dagur Svendsen fyrsta laxinn, sem tók á Stokkhylsbrotinu. Þann 5. júní opnaði Blanda en þar urðu þau tíðindi að fyrsti laxinn veiddist ekki fyrr en átta dögum seinna. Þá náði þýski veiðimaðurinn Detlef Fischer að landa 93 sentímetra silfurbjartri hrygnu.
Þann 7. júní opnaði Þverá í Borgarfirði en helstu tíðindin þaðan eru að þann 15. júní landaði Snorri Arnar Viðarsson 104 sentímetra hæng. Tveimur dögum seinna, eða 9. júní opnaði Kjarrá og þar var þremur löxum landað á fyrsta degi. Þann 13. júní opnaði Laxá í Leirársveit með hvelli því strax á fyrsta degi landaði Pétur Óðinsson 105 sentímetra hæng.
Eftir þetta opnuðu árnar hver af annarri. Á morgun hefst sem dæmi veiði í Selá og Hofsá í Vopnafirði, sem og Sandá og Hafralónsá í Þistilfirði, Laxá í Dölum og Stóru-Laxá. Hér eru myndir frá opnun nokkurra áa á síðustu dögum og vikum.
Sérblaðið Veiði fylgir Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðiðhér.