Sífellt vinsælla er að skella sér á jólatónleika, en langsamlega stærstu jólatónleikarnir í ár verða 17 tónleikar Baggalúts sem haldnir verða dagana 2. til 18. desember í Háskólabíó. Tónleikarnir hafa vaxið ár frá ári á síðustu árum, en miðaverð er rétt tæpar 8 þúsund krónur.

Í ár er svo tíu ára afmæli tónleika Björgvins Halldórssonar sem nefnast Jólagestir Björgvins, en tveir tónleikar haldnir þann 10. desember í Laugardalshöll, klukkan 1600 og 2100. Ódýrara verður á fyrri tónleikana og svo verða í fyrsta sinn sérstakir VIP pakkar í boði í mjög takmörkuðu magni.

Gestirnir sem fram koma á tónleikunum verða Ágústa Eva, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Frið¬ rik Dór, Gissur Páll Gissurarson, Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla og Svala Björgvinsdóttir, en sérstakur gestur verður Thorsteinn Einarsson. Hann er ungur Íslendingur sem er að slá í gegn erlendis þessa dagana.

Ein skærasta sópranstjarna Norðurlandanna, Sissel Kyrkjebø heldur tónleikar hér á landi fyrir jólin. Upphaflega áttu þetta bara að vera einir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu, en eftir að seldist upp á hverja viðbótartónleikana á fætur öðrum var ekki hægt að bæta við fleiri tónleikum. Þeir verða fjórir á tveimur dögum, það er dagana 11. og 12. desember.

Í för með henni slást tónlistarmenn á heimsmælikvarða sem margir hafa unnið með mörgum helstu stjörnum heims. Má þar nefna Wayne Hernandez sem spilað hefur með Tinu Turner, Tori Amos, Madonnu og Yusuf Islam (fyrrum nefndur Cat Stevens), Sam White sem unnið hefur með Duran Duran, David Gray og Annie Lennox og Phoebe Edwards sem unnið hefur með Rod Stewart, Westlife, Donnu Summer, James Brown og Jessie J., en á tónleikana kostar tæpar 8 þúsund krónur.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .

Sífellt vinsælla er að skella sér á jólatónleika, en langsamlega stærstu jólatónleikarnir í ár verða 17 tónleikar Baggalúts sem haldnir verða dagana 2. til 18. desember í Háskólabíó. Tónleikarnir hafa vaxið ár frá ári á síðustu árum, en miðaverð er rétt tæpar 8 þúsund krónur.

Í ár er svo tíu ára afmæli tónleika Björgvins Halldórssonar sem nefnast Jólagestir Björgvins, en tveir tónleikar haldnir þann 10. desember í Laugardalshöll, klukkan 1600 og 2100. Ódýrara verður á fyrri tónleikana og svo verða í fyrsta sinn sérstakir VIP pakkar í boði í mjög takmörkuðu magni.

Gestirnir sem fram koma á tónleikunum verða Ágústa Eva, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Frið¬ rik Dór, Gissur Páll Gissurarson, Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla og Svala Björgvinsdóttir, en sérstakur gestur verður Thorsteinn Einarsson. Hann er ungur Íslendingur sem er að slá í gegn erlendis þessa dagana.

Ein skærasta sópranstjarna Norðurlandanna, Sissel Kyrkjebø heldur tónleikar hér á landi fyrir jólin. Upphaflega áttu þetta bara að vera einir tónleikar í Eldborgarsal Hörpu, en eftir að seldist upp á hverja viðbótartónleikana á fætur öðrum var ekki hægt að bæta við fleiri tónleikum. Þeir verða fjórir á tveimur dögum, það er dagana 11. og 12. desember.

Í för með henni slást tónlistarmenn á heimsmælikvarða sem margir hafa unnið með mörgum helstu stjörnum heims. Má þar nefna Wayne Hernandez sem spilað hefur með Tinu Turner, Tori Amos, Madonnu og Yusuf Islam (fyrrum nefndur Cat Stevens), Sam White sem unnið hefur með Duran Duran, David Gray og Annie Lennox og Phoebe Edwards sem unnið hefur með Rod Stewart, Westlife, Donnu Summer, James Brown og Jessie J., en á tónleikana kostar tæpar 8 þúsund krónur.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .