Sænski veiðimaðurinn Torbjörn Andersson hefur veitt á Íslandi síðasta 31 ár. Í sumar kemur hann í 32. skiptið hingað en það verður að öllum líkindum það síðasta.

Sænski veiðimaðurinn Torbjörn Andersson hefur veitt á Íslandi síðasta 31 ár. Í sumar kemur hann í 32. skiptið hingað en það verður að öllum líkindum það síðasta.

Ástæðan fyrir því að ferðin í sumar verður að öllum líkindum hans síðasta er að honum þykir verð veiðileyfa orðið alltof hátt .

Það er orðið brjálæðislega dýrt að stunda laxveiði á Íslandi. Mín upplifun er sú að þetta sé orðið þannig að einungis þeir sem eru gríðarlega vel efnaðir geti stundað laxveiði á Íslandi.

Í sumum ám er kostar dagurinn á besta tíma orðið 5.000 dollara (700 þúsund krónur) fyrir eina stöng, sem er fáránlegt að mínu viti. Ég elska Ísland og vona að landeigendur og leigutakar fari að hugsa sinn gang því ef þetta heldur svona áfram þá munu aðeins forstjórar erlendra fyrirtækja, bankamenn og sjóðsstjórar vogunarsjóða hafa ráð á að kaupa sér veiðileyfi í góðum íslenskum laxveiðiám.

Sú þróun sem hefur átt sér stað er alls ekki góð. Ég get ekki látið bjóða mér þetta. Þar fyrir utan finnst mér algjör synd ef venjulegir Íslendingar hafa ekki efni á að veiða í eigin laxveiðiám.

Torbjörn að hægt sé að stunda laxveiði í Noregi fyrir brot af kostnaðinum á Íslandi og þar geti menn átt von á að setja í 30 punda lax. Þá bendir hann á að í Skotlandi sé miklu ódýrara að stunda laxveiði á Íslandi. Hann hafi sem dæmi veitt í heila viku í Helmsdale, sem hafi kostað minna heldur en einn dagur í dýrustu ánum á Íslandi.

Jón Helgi Björnsson.
Jón Helgi Björnsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Torbjörn í sumar muni hann veiða í þremur ám á Íslandi. Hann fari í Hölkná í Þistilfirði, Lónsá og Gljúfurá í Húnaþingi. Af þessum þremur ám sé Hölkná dýrust. Stangardagurinn þar í lok júlí kosti um 250 þúsund í sjálfsmennsku. Lonsá og Gljúfurá í Húnaþingi eru þekktari, sem silungsár, þó alltaf veiðist eitthvað af lax í Gljúfurá. Þær séu því miklu ódýrari, sem dæmi kosti stöngin í Gljúfurá um 37 þúsund krónur með veiðihúsi í sjálfsmennsku.

Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir að almennt sé laxveiðimarkaðurinn kvikur. Það spili margt inni í. Sem dæmi hvernig veiðin sé og svo hvernig efnahagsstandið sé hér heima og erlendis. Um veiðileyfi gildi það sama og aðra vöru, að jafnvægi sé á milli framboðs og eftirspurnar. Ef illa gangi að selja að veiðileyfi þá þurfi augljóslega að lækka þau en ef vel gangi þá sé órökrétt að lækka verðið.

Markaðurinn hefur brugðist við að því leyti að nú er sífellt algengara að veiðileyfasalar taki ár í nokkurs konar umboðssölu, þar sem áhættunni er skipt á milli landeigenda og leigutaka í staðinn fyrir leigutakar borgi fasta árleigu. Þetta þýðir að auðveldara er að bregðast við þegar illa gengur. Aftur á móti, þegar maður skoðar þetta í stærra samhengi þá er laxveiði á Íslandi einstök vara, sem mun alltaf seljast fyrir hátt verð en vissulega tekur það þá tillit til þess hvernig efnahagsástandið er hjá þeim sem er að kaupa.

Spurður hvort búið sé að verðleggja venjulega íslenska veiðimenn útaf markaðnum svarar Jón Helgi: „Auðvitað eru nokkrar ár dýrar en það er líka vel hægt kaupa laxveiðileyfi á fínu verði í ám með ágætri veiðivon.”

Árleg meðalveiði í íslenskum ám frá aldamótum er 48.100 laxar. Síðustu sjö ár hefur veiðin á Íslandi verið undir þessu meðaltali og sum árin langt undir því eins og sjá má á síðum 12 og 13 í þessu blaði. Spurður hvort hann hafi áhyggjur af þessari þróun svarar Jón Helgi: „Já, ég hef áhyggjur af þessu því auðvitað er samband á milli veiði og verðs. Ég hef samt sérstaklega áhyggjur af villta íslenska laxastofninum, sem háir varnarbaráttu núna vegna slysasleppinga í sjókvíaeldi.”

Blaðið Veiði fylgdi Viðskiptablaðinu en í því er fjallað um margt forvitnilegt nú þegar veiðitímabilið er komið af stað.