Ósk Gunnlaugsdóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk BA-prófi í myndlist frá LHÍ árið 2019 og dvaldi eina önn við Konunglega listaháskólann í Brussel þar sem hún lagði stund á silkiprent. Ósk vinnur með fjölbreytta miðla og leiðir saman ólík form myndlistar, þar sem innblástur úr náttúru og heimspeki spilar stórt hlutverk.

Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjöldamörgum samsýningum, meðal annars á Korpúlfsstöðum og í Norræna húsinu. Nýjasta sýning hennar, Sortatíra, fór fram í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélags Reykjavíkur í febrúar og mars 2025. Hún hefur jafnframt verið virk í íslensku listasamfélagi og sat árum saman í stjórn Myndhöggvarafélagsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði