Listaverkasafn Paul Allen heitins, meðstofnanda Microsoft, sló sölumet yfir stakt listaverkasafn í gær. Samtals söfnuðust 1,5 milljarðar dala, eða sem nemur 220 milljarðar króna, á uppboði Christie‘s í New York í gær.
Um er að ræða fyrra uppboðið af tveimur en 60 verk voru seld í gær. Hin 95 listaverkin verða seld á seinna uppboðinu sem fer fram í dag.
Rúmlega helmingur af verkunum á uppboðinu í gær seldist á hærra verði en Christie‘s hafði spáð fyrir um. Uppboðshúsið átti von á að safnið myndi fara á samtals einn milljarð dala.
Málverk Georges Seurat frá árinu 1888 „Les Poseuses“, sem er einnig þekkt sem Módelin þrjú, átti sviðsljóðið gær. Það seldist á 149 milljónir dala, eða sem nemur 22 milljörðum króna.

Metverð á verkum Cézanne, van Gogh og Klimt
Þá var einnig slegið uppboðsmet yfir verk nokkurra listamanna, þar á meðal:
Listamaður |
Paul Cézanne |
Vincent van Gogh |
Gustav Klimt |
Max Ernst |
Diego Rivera |
