Listaverkasafn Paul Allen heitins, meðstofnanda Microsoft, sló sölumet yfir stakt listaverkasafn í gær. Samtals söfnuðust 1,5 milljarðar dala, eða sem nemur 220 milljarðar króna, á uppboði Christie‘s í New York í gær.

Um er að ræða fyrra uppboðið af tveimur en 60 verk voru seld í gær. Hin 95 listaverkin verða seld á seinna uppboðinu sem fer fram í dag.

Rúmlega helmingur af verkunum á uppboðinu í gær seldist á hærra verði en Christie‘s hafði spáð fyrir um. Uppboðshúsið átti von á að safnið myndi fara á samtals einn milljarð dala.

Málverk Georges Seurat frá árinu 1888 „Les Poseuses“, sem er einnig þekkt sem Módelin þrjú, átti sviðsljóðið gær. Það seldist á 149 milljónir dala, eða sem nemur 22 milljörðum króna.

Módelin þrjú eftir Georges Seurat fór á 22 milljarða króna á uppboði í gær.
Módelin þrjú eftir Georges Seurat fór á 22 milljarða króna á uppboði í gær.

Metverð á verkum Cézanne, van Gogh og Klimt

Þá var einnig slegið uppboðsmet yfir verk nokkurra listamanna, þar á meðal:

Verð Listamaður Verk Ár
20,2 ma.kr. Paul Cézanne La Montagne Sainte-Victoire 1890
17,2 ma.kr. Vincent van Gogh Verger avec cyprès 1888
15,3 ma.kr. Gustav Klimt Birch Forest 1903
3,5 ma.kr. Max Ernst Le roi jouant avec la reine 1961
2,1 ma.kr. Diego Rivera The Rivals 1931
„Verger avec cyprès“ sló met yfir hæsta verð á málverki eftir Vincent van Gogh á uppboði.