Vísindamenn hafa varað við því að vínhéröðin á Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Frakklandi og í Kaliforníu gætu horfið ef hitastig jarðar hækkar um tvær gráður. Þetta kemur fram í víntímaritinu Decanter.

Niðurstöðurnar koma úr meira en 200 rannsóknum frá vísindamönnum sem hafa skoðað áhrif loftslagsbreytinga á vínberjaframleiðslu.

Vísindamenn hafa varað við því að vínhéröðin á Spáni, Ítalíu, Grikklandi, Frakklandi og í Kaliforníu gætu horfið ef hitastig jarðar hækkar um tvær gráður. Þetta kemur fram í víntímaritinu Decanter.

Niðurstöðurnar koma úr meira en 200 rannsóknum frá vísindamönnum sem hafa skoðað áhrif loftslagsbreytinga á vínberjaframleiðslu.

„Ef meðalhitastig jarðar hækkar um tvær gráður gætu 70% af núverandi víngerðarsvæðum átt í verulegri hættu á að hætta starfsemi,“ segja vísindamennirnir í skýrslu sem birt var í Nature Reviews Earth & Environment.

Á síðustu 12 mánuðum fram til janúar 2024 var meðalhiti á jörðinni 1,52°C og leiddi það til mikilla þurrka og banvænna storma. Hitastigsbreytingin hafði einnig mikil áhrif á vínframleiðslu en uppskeran á heimsvísu hafði ekki verið jafn lítil frá því 1961.

Sex vísindamenn frá háskólanum í Bordeaux og einn frá háskólanum í Burgundy hafa greint hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á vínframleiðslusvæði. Þeir skiptu hverri og einni heimsálfu í stórsvæði sem skilgreind eru af loftslagsaðstæðum og komust að því að 49-70% af núverandi vínekrum eru í mikilli hættu.