Spænska eyjan Mallorca er þekkt fyrir kristaltært vatn, langar sandstrendur, spennandi hella og notalega flóa. Eyjan er þar að auki matargerðarkista og á sér langa hefð fyrir vínrækt sem nær alla leið til tíma Rómverja.

Á Mallorcu hefur vín verið ræktað frá tímum Rómverja og í dag hefur eyjan meira en 70 vínbúgarða og 500 vínmerki. Vínbúgarðarnir eru nánast dreifðar um alla eyna og framleiða margar mismunandi víntegundir - frá sætum vínum og freyðivínum til rósavína, hvít- og rauðvína.

Í allt eru 13 vínbúgarðar og 70 skráðir vínbændur sem hafa svokallaða DO-flokkun, en á Mallorca er víni flokkað í annaðhvort DO-Pla eða DO-Binnssalem. Þeir framleiða úrval sætra vína, freyðivína, rósa-, hvít- og rauðvína sem í grunninn byggir á vínberjum staðarins eins og Premsal Blanc, Giró Ros, Callet og Manto Negro.

Fyrir utan þá vínbúgarða sem tilheyra DO, eru margir ágætir vínframleiðendur sem framleiða gæðalandvín (vino de la terra) undir þremur heitum: Vino de la Tierra Mallorca, Vino de la Tierra Serra de Tramuntana-Costa Nord og Vino de la Tierra Illes Balears.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fyrstnefnda víntegundin hefur vínber sem aðeins er að finna á Mallorcu og er töppuð á flöskur á framleiðslusvæðinu. Meðal vínanna er hin rauðu Callet og Manto Negro sem og hvítvínin Prensal og Macabeo.

Vino de la Tierra Serra de Tramuntana-Costa Nord framleiða vín aðallega á svæðinu milli Andratx og Pollença. Í Malvasíu er að finna algengustu vínberjategundina sem vex á stöllum við hafið.

Það þriðja, Vino de la Tierra Illes Balears, eru vín sem aðeins eru framleidd á Balear-eyjum. Hvítvínin Chardonnay og Parellada sem og rauðvínin Tempranillo og Pinot Noir eru dæmi um vínber sem eru ræktuð þar.

Margir vínbúgarðar Mallorcu taka á móti gestum og bjóða upp á margar skoðunarferðir daglega. Ekki er nauðsynlegt að vera vínsérfræðingur til að heimsækja vínbúgarðana en allir hafa möguleika á að læra meira meðan á heimsókn stendur.