Skyndibitakeðjan McDonald‘s mun bráðum bjóða upp á Krispy Kreme kleinuhringi á veitingastöðum sínum í Bandaríkjunum. Kleinuhringirnir verða sendir á staðinn að morgni til og verða í boði yfir allan daginn.
Boðið verður upp á venjulega kleinuhringi, rjómafyllta kleinuhringi og kleinuhringi með súkkulaði ásamt hinum hefðbundnu eftirréttum McDonald‘s eins og rjómaís.
Fréttamiðillinn Food and Wine segir að skyndibitakeðjan áætli að bjóða upp þennan nýja valkost á öllum sínum veitingahúsum fyrir árið 2026.
„Helsta beiðnin sem við fáum frá neytendum á hverjum degi er að koma með Krispy Kreme kleinuhringi til heimabæja víðs vegar um Bandaríkin. Samstarf okkar við McDonald‘s á landsvísu mun veita aðdáendum okkar og kleinuhringjaunnendum daglegan aðgang að ferskum kleinuhringjum og gleðinni sem fylgir Krispy Kreme,“ segir Josh Charlesworth, forstjóri Krispy Kreme.