Það var af nægu að taka í Sport & Peningar á árinu.

Hjörvar Hafliðason, stofnandi Doc Media og hlaðvarpsins Dr. Football, vermir tvö sæti á topp fimm listanum. Endurkoma Gylfa Sig í íslenska boltann vakti jafnframt mikla athygli lesenda Viðskiptablaðsins.

1. Afrakstur þriggja ára þrotlausrar vinnu

Eftir Vinnu virkti samtalið við Hjörvar Hafliðason, stofnanda Doc Media og hlaðvarpsins Dr. Football. Trónir viðtalið á toppnum yfir mest lesnu Sport & Peningar fréttir ársins.

Hjörvar greindi þar frá fyrstu vörulínu Dr. Football x Nocco, sem samanstóð af inniskóm og stuttermabolum.

„Þessi hugmynd um sérhannaða inniskó hefur lengi verið í býgerð en ég var aldrei fullkomlega sáttur með þá liti sem stóðu til boða. Loksins eftir þriggja ára vinnu duttum við niður á þennan „white smoke“ lit og þá var ákveðið að kýla á þetta,“ sagði Hjörvar í samtali við Viðskiptablaðið.

2. „Það besta sem maður getur gert á þessum aldri“

Heiðar Guðjónsson var tekinn tali eftir að hann varð Íslandsmeistari annað árið í röð í bekkpressu í undir 93 kg og yfir fimmtíu ára flokki.

„Arnold Schwarzenegger sagði alltaf að vöðvarnir hafi svo gott minni. Ef þú stuðar vöðvana þá breytist þú bara aftur í 25 ára. Þetta er bara það besta sem maður getur gert á þessum aldri,“ sagði Heiðar í samtali við Viðskiptablaðið í byrjun mars á þessu ári.

3. Launakröfur Gylfa 2 milljónir króna á mánuði

Mikið var rætt og ritað um endurkomu Gylfa Sigurðssonar í íslenskan fótbolta. Greindi Viðskiptablaðið frá því að launakröfur Gylfa námu tveimur milljónum króna.

4. Uppgjör við mennskuna

Hjörvar Hafliðason var tekinn tali í tilefni af nýrri vörulínu Dr. Football og Nocco. Hjörvar lýsti vörulínunni sem uppgjöri við mennskuna.

„Óttaleysinu fylgir berskjöldun, sem ég held að sé önnur gerð af einhvers konar mennsku. Mennskan er hornsteinninn að þessu öllu saman og það er okkar mat að stundum sé hægt að fara mýkri leiðir í hörðum heimi,“ sagði Hjörvar í magnþrungnu viðtali í nóvember sl.

5. Óþekkjanlegur leikvangur

Áætlað er að endurbættur Camp Nou, heimavöllur katalónska knattspyrnuliðsins Barcelona, kosti 220 milljarða króna.

Framkvæmdirnar hófust þar síðasta sumar og er ráðgert að liðið geti spilað á vellinum á ný í fyrsta lagi í febrúar 2025.