Það var að nægu að taka í Sport & Peningar á árinu en fréttir um Bjarka Gunnlaugsson, Guðna Bergsson og fjárhagsstöðu Breiðabliks og Vals voru meðal þeirra sem náðu á topp tíu lista yfir mest lesnu fréttir ársins í flokknum.
6.Hvað þarf leikmaður að hafa til að verða atvinnumaður?
Bjarki Gunnlaugsson annar af tveimur eigendum og umboðsmönnum Total Football mætti í ítarlegt viðtal um umboðsmannastarfið.
7. Lífið eftir ferilinn: Guðni Bergsson
Guðni Bergsson lögmaður og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta sagði frá lífinu eftir atvinnumannaferilinn í viðtali við Eftir Vinnu blað Viðskiptablaðsins.
8. Blikar hagnast um 157 milljónir
Knattspyrnudeild Breiðabliks hagnaðist um 157 milljónir í fyrra, en félagið fékk um 200 milljón króna arf frá dyggum stuðningsmanni félagsins.
9. Leikmenn seldir erlendis á 800 milljónir
Leikmannasölur íslenskra liða vöktu athygli lesenda en íslensk knattspyrnufélög seldu íslenska leikmenn út fyrir landsteinana fyrir meira en 800 milljónir króna á árunum 2019-2022.
10. Valur tapar 67 milljónum
Viðskiptablaðið greindi frá fjárhagsstöðu Vals en knattspyrnudeildin tapaði 67,4 milljónum króna á árinu 2022 eftir 51,6 milljóna hagnað árið 2021. Gert var ráð fyrir 54,2 milljóna króna tapi á árinu og varð tapið því um 13 milljónum meira en áætlað var.