Það var af nægu að taka í Sport & Peningar á árinu. Tæknilegar og efnislegar uppfærslur Símans á útsendingum sínum af enska boltanum vöktu nokkra athygli.
Þá náðu ýmiss konar golffréttir á topp tíu lista yfir mest lesnu fréttir ársins í flokknum.
6. Þéna milljónir í golfhermum
Fjallað var um vinsældir golfherma á Íslandi. Íslenskir atvinnukylfingar þéni mun meiri peninga í gegnum golfhermamótaraðir heldur en á hinum raunverulegu mótaröðum.
7. Forstjórinn með fleygjárnin
Rætt var við Sigríði Hrefnu Hrafnkelsdóttur, forstjóra Nóa Síríus, í sérblaðinu Eftir Vinnu Golf sem kom út um miðjan maí síðastliðinn. Rætt var um golfsumarið og forgjöfina, sem Sigríður sagði á hraðri niðurleið.
8. Táningur verður milljónamæringur í kvöld
Hinn sextán ára gamli Luke Littler skaust hratt upp á stjörnuhimininn eftir lygilegt gengi á heimsmeistaramótinu í pílukasti í Lundúnum í byrjun árs.
9. Hliðarrásir Símans Sport heyra sögunni til
Síminn er á sínu síðasta keppnistímabili sem sýningarrétthafi enska boltans. Fyrirtækið tilkynnti í ágúst sl. um nokkrar tæknilegar og efnislegar uppfærslur á útsendingum.
10. Kylfuhvíslarinn
Rætt var við Guðmund Jónasson í sérblaðinu Eftir Vinnu Golf sem kom út um miðjan maí síðastliðinn. Guðmundur rekur golfverkstæði í bílskúrnum heima hjá sér.