Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu veiðifréttir ársins 2024. Hér eru fimm mest lesnu veiðifréttir ársins.
1. Líklega síðasta veiðiferðin til Íslands
Sænski veiðimaðurinn Torbjörn Andersson hefur veitt á Íslandi síðasta 31 ár. Síðasta sumar kom hann í 32. skiptið hingað en það var að öllum líkindum það síðasta.
2. Nýtt og stórglæsilegt veiðihús
Fyrir nokkrum árum hófust framkvæmdir við nýtt veiðihús við Miðfjarðará í Bakkafirði og er þeim nú lokið. Nýja húsið er um tveimur kílómetrum ofar í ánni en það gamla.
3. „Geggjað að vera þarna við veiðar"
Miðfjarðará í Bakkarfirði er lítil veiðiperla sem hefur verið gera sig gildandi í laxveiðinni. Dúluð var yfir þessari á um árabil en segja má að hulunni hafi verið svipt af henni þegar áin fór í almenna sölu fyrir nokkrum árum.
4. Stækka veiðihúsið
Miklar framkvæmdir stóðu yfir síðasta vetur við veiðihúsið Langárbyrgi við Langá á Mýrum. Byggð hefur verið ný álma við húsið og er hún á tveimur hæðum.
5. Ævintýraheimur silungsveiðinnar
Vinsældir silungsveiðinnar hafa aukist mikið hin síðari ár. Ef til vill er það engin furða því bæði er hún skemmtileg og margfalt ódýrari en laxveiðin. Við skyggndumst inn í silungsveiðiheiminn með hinum þaulreynda silungsveiðimanni Árna Kristni Skúlasyni.