Alls 310 hlauparar tóku þátt sem er metþátttaka í hlaupinu. Harðir hlauparar létu smávegis frost og kulda ekki á sig og voru margir að hlaupa á mjög góðum tíma. Arnar Pétursson sigraði í karlaflokki en Elín Edda Sigurðardóttir var sigurvegari í kvennaflokki. Keppendur voru ánægðir að hlaupi loknu og eflaust margir sem slógu sitt persónulega met, enda brautin kjörin til þess. Næsta hlaup í seríunni fer fram 22.febrúar.