Góður svefn er undirstaða árangurs. Þá á ég ekki bara við um þann árangur sem vinnst þegar þú sigrar íþróttamót eða nærð að klára öll verkefnin í vinnunni. Heldur snýr þetta líka að árangrinum sem vinnst þegar þú nærð að vera orkumikill allan daginn, nærð að sinna sjálfum þér, fjölskyldunni, heimilinu og öllu því sem þig langar að til áorka.

Ef það er einhver lífstílsbreyting sem fólk ætti að gera og einblína á fyrir betri líðan og meiri orku þá er það bættur svefn. En gott er að miða við að sofa alltaf í sjö til níu tíma á nóttu og halda svefninum í rútínu.

Skoðum nú þrjár ástæður afhverju góður nætursvefn er svona mikilvægur.

Hormónajafnvægi

Of lítill svefn getur ruglað í hormónakerfi líkamans með þeim afleiðingum að matarlystin eykst. Oftar er en ekki sækist maður meira í skyndiorku þegar maður er þreyttur. En til lengri tíma litið skilar það ekki bara skertum svefni heldur líka næringarsnauðara matarræði.

Afkastageta

Maður þarf að hafa orku til að geta áorkað eitthvað. Og ekki bara áorkað eitthvað til að klára það af heldur til að gera það vel og verið með fulla einbeitingu.

Góður svefn hefur bein áhrif á afkastagetu, einbeitingu, frammistöðu og minni. Það er því ekki að ástæðulausu sem íþróttafólki og námsmönnum er sagt að sofa vel fyrir mót og próf. Hafa skal þó í huga að það eru ekki bara stóru augnablikin sem skipta máli heldur er það leiðin að þeim sem skiptir enn meira máli. Svo getur lífið sjálft verið mjög krefjandi og því góður svefn mikilvægur fyrir alla.

Andleg líðan

Einstaklingar sem glíma við andlega kvilla s.s. kvíða og þunglyndi þurfa sérstaklega að huga að góðum svefni. En þreyta getur ýtt ennþá frekar undir einkenni kvillanna.

Svefnleysi getur einnig stuðlað að tilfinningaójafnvægi sem getur hamlað manni í samskiptum við annað fólk.