Föstudaginn 26. maí var mér boðið í óvissuferð fyrir bragðlaukana á sælkerakvöldi Moss Restaurant, veitingastað Reatreat hótels Bláa lónsins. Ég bauð æskuvinkonu minni með.

Um leið og við gengum inn um dyr hótelsins blasti við okkur hraunbreiðan og fagurblátt lónið.

Í andyrinu lék Davíð Sigurgeirsson notalega tóna á gítar sem buðu okkur velkomna og gerðu stemninguna mjög þægilega og afslappaða.

Þegar inn á veitingastaðinn var komið mátti heyra saumnál detta, slík var kyrrðin. Staðurinn er fallega innréttur með gott útsýni og birtan í kvöldsólinni setti fallegan blæ á salinn.

Hver réttur var paraður saman með með sérvöldu Dom Pérignin kampavíni. En árgangarnir, sem voru í glösum gesta þetta kvöldið, eru illfáanlegir.

Víngerðarmeistarinn Daniel Carvajal Pérez frá Dom Pérignen, einu virtasta kampavínshúsi heims var sjálfur mættur til landsins til að kynna vínið. Hann bauð okkur vinkonunum niður í vínkjallara staðarins og kynnti okkur fyrir sögu hans og vínum.

Þar sem ég hef aldrei drukkið áfengi kom það í hlut vinkonu minnar að smakka á þessu gæða víni eins og hún lýsti því fyrir mér. En ég fékk fjölbreytt úrval óáfengra kokteila sem voru hverjum öðrum betri og pössuðu einstaklega vel með réttunum sem boðið var upp á.

Vín kvöldsins.
Vín kvöldsins.

Mér fannst sérstaklega skemmtilegt að það hafi verið hugað að þeim sem ekki kjósa að drekka áfengi og þeim veitt viðlíka upplifun og þau sem kjósa vínpakkann.

Það var því mjög gott jafnvægi á þessu hjá okkur vinkonunum. Ég á safahreinsun í ófengudrykkjunum og vinkona mín að gæða sér á fimm mismunandi kampavínum af dýrustu gerð.

Matarupplifunina má lesa í heild sinni í blaðinu Eftir vinnu sem kom út þann 30. júní. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.