Laxveiðitímabilið hófst um síðustu mánaðamót. Veiðin hefur farið ágætlega af stað. Á næstu dögum opna árnar hver af annarri og upp úr næstu mánaðamótum ættu línur að fara að skýrast.
Í viðtali í Veiðimanninum, riti Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem var að koma út, er rætt við Sigurð Má Einarsson fiskifræðing. Segir hann að skilyrði í hafi og aðstæður í ám sé betri en oft áður sem bendi til þess að laxveiðin gæti orðið betri en í fyrra. L
Mikael Marinó Rivera grunnskólakennari, sem kennt hefur fluguveiði sem valfag í Rimaskóla í Grafarvogi, landaði fyrsta laxi sumarsins á veiðisvæðinu Skugga í Hvítá í Borgarfirði þann 27. maí. Laxinn var 84 sentímetrar og lúsugur. Mikael var með tveimur nemendum sínum á svæðinu en þeir voru að vinna lokaverkefni um veiði. Mikael var Reykvíkingur ársins í fyrra. Veiðisvæði Skuggi er við ármót Grímsár og Hvítár.
Birna Harðardóttir veiddi fyrsta laxinn í Urriðafossi í Þjórsá þann 1. júní. Það var 74 sentímetra hængur. Veiðin í Urriðafossi hefur farið mjög vel af stað en alls veiddust 15 laxar fyrsta daginn og allt síðan hefur góður gangur verið í veiðinni í Þjórsá.
Ævar Örn Úlfarsson, með fyrsta lax sumarsins í Norðurá en það var val haldinn 80 sentímetra fiskur sem hann landaði við veiðistaðinn Bryggjur í opnunni 5. júní. Veiðin í fór vel af stað í Norðurá en alls veiddust 19 laxar fyrsta daginn.
Hilmar Dan Ævarsson veiddi fyrsta laxinn í Blöndu en það var 94 sentímetra hrygna sem tók Sunray Shadow á Breiðunni að norðan. Á myndinni er Hilmar Dan með Glendu Powell, sem er leiðsögukona og kastkennari. Laxinn kom á land 12. júní en áin opnaði 4. júní. Mikið vatn og snjóbráð gerðu veiðimönnum erfitt fyrir fyrstu dagana í Blöndu en þá var áin einnig töluvert lituð.
Andrés Eyjólfsson með fallega 86 sentímetra hrygnu, sem veiddust í opnun Þverár í Borgarfirði þann 10. júní . Andrés veiddi laxinn í Kirkjustreng, sem dregur nafn sitt af kirkjunni í Norðtungu, sem sést í bakgrunni.
Júlíus Jónsson veiddi fyrsta laxinn í Grímsá sem opnaði á þjóðhátíðardaginn. Laxinn veiddi Júlíus í Lækjarfossi.
Peter Landale veiddi fyrsta laxinn í Hítárá en veiði þar hófst þann 17. júní. Peter, sem er stjórnarformaður Atlantic Salmon Trust, veiddi laxinn á Breiðinni.
Harpa Hlín Þórðardóttir með silfraðan 87 sentímetra hæng sem hún veiddi í opnun Urriðafoss í Þjórsá. Með henni á myndinni eru (fv.) Haraldur Einarsson, Birna Harðardóttir og Stefán Sigurðsson. Þau Harpa Hlín og Stefán eiga Iceland Outfitters, sem er með veiðisvæðið á leigu.
Blaðið Veiði fylgdi Viðskiptablaðinu en í því er fjallað um margt forvitnilegt nú þegar veiðitímabilið er komið af stað.