Myndir: Sushi-kvöld til stuðnings íslenska laxastofninum
Stangveiðimenn, áhrifavaldar, fólk úr viðskiptalífinu og raunhagkerfinu kom saman í gærkvöldi til að styðja við íslenska laxastofninn.
Inga Lind Karlsdóttir, Sóley Kristjánsdóttir og Berglind Ólafsdóttir.
Deila
Fólk úr viðskiptalífinu, raunhagkerfinu, stangveiðimenn og áhrifavaldar komu saman á veitingastaðnum Sushi-Social til stuðnings íslenska laxastofninum í gærkvöldi.
Sushi Social stætir sig af því að bjóða aðeins upp á lax sem kemur úr sjálfbæru og umhverfisvænu landeldi en allur ágóði af gærkvöldinu rann óskiptur til Íslenska náttúruverndarsjóðsins fyrir umhverfi og lífríki.
Nóg var af gestum og er hægt að sjá myndir af kvöldinu hér að neðan.