Stöðva þurfti Willy Wonka-viðburð í Glasgow á dögunum vegna fjölda kvartana frá bæði reiðum foreldrum sem kröfðust endurgreiðslu og frá börnum sem fóru heim með tár í augunum. Sýningin var svo slæm að skoska lögreglan var meðal annars kölluð á staðinn.

Sýningin var haldin í Box Hub-veislusalnum í Glasgow og var auglýst sem „súkkulaðifantasíuheimur þar sem draumar verða að veruleika.“

Stöðva þurfti Willy Wonka-viðburð í Glasgow á dögunum vegna fjölda kvartana frá bæði reiðum foreldrum sem kröfðust endurgreiðslu og frá börnum sem fóru heim með tár í augunum. Sýningin var svo slæm að skoska lögreglan var meðal annars kölluð á staðinn.

Sýningin var haldin í Box Hub-veislusalnum í Glasgow og var auglýst sem „súkkulaðifantasíuheimur þar sem draumar verða að veruleika.“

Sýningin var auglýst sem „súkkulaðifantasíuheimur þar sem draumar verða að veruleika.“
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Margir foreldrar greiddu 35 punda miðann fyrir fram og keyrði einn faðir með börnin sín þrjú alla leið frá skoska bænum Dundee í um tveggja klukkutíma fjarlægð.

© Samsett (SAMSETT)

Við komuna mættu fjölskyldur nær tómu lagerhúsnæði og tómum veggjum. Búið var að dreifa nokkrum Willy Wonka-skreytingum um gólfið og var lítill bleikur hoppukastali í horninu á byggingunni.

Börnin fengu afhent örfáa gúmmíbangsa við komuna og einn fjórða af límonaðidós í plastglasi.

© Samsett (SAMSETT)

Stuart Sinclair, faðirinn frá Dundee, segir að strákarnir hans hafi skemmt sér konunglega þar sem þeim fannst svo fyndið hversu slæmur viðburðurinn var. Myndirnar sem birtast hér eru af Facebook-síðu hans og hefur hann gefið fjölmiðlum birtingarleyfi.

Önnur móðir tók í sama streng á Facebook og sagðist hafa hlegið allan tímann yfir þessum harmleik.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

House of Illuminati, skipuleggjandi viðburðarins, hefur lofað öllum 850 gestum sem keyptu miða fulla endurgreiðslu.

© Aðsend mynd (AÐSEND)