Japanska tenniskonan Naomi Osaka stofnar fjölmiðlafyrirtæki í samstarfi við NBA meistarann Lebron James. Mun fjölmiðillinn vera vettvangur fyrir reynslusögur frá fólki sem hefur þurft að yfirstíga menningarlegar hindranir. SpringHill Company, framleiðslufyrirtæki í eigu Lebron James og Maverick Carter, mun sjá um fjármögnun og rekstur á miðlinum. Reuters greinir frá.
Osaka segir upprunan mega rekja til þess að þegar að hún var að alast upp hafði hún fáar fyrirmyndir til að líta upp til. Hún er fjórfaldur Grand Slam meistari en faðir hennar er haítskur og móðir hennar japönsk.
Fyrir hefur tenniskonan, í samstarfi við umboðsmann sinn, stofnað íþróttaskrifstofu sem heitir Evolve en skrifstofan hefur nú þegar samið við ástralska tennsimanninn Nick Kyrgios.