Dómstóll í Suður-Kóreu hefur úrskurðað gegn hinni vinsælu K-pop-hljómsveit NewJeans í máli sem tengist ádeilu sveitarinnar og útgáfufyrirtækisins þeirra, Ador. Fyrr á síðasta ári sagði hljómsveitin að hún væri að yfirgefa Ador vegna slæmrar meðferðar fyrirtækisins.
NewJeans hafði síðan þá breytt nafni hljómsveitarinnar í NJZ og var byrjuð að skipuleggja sína eigin tónleika á eigin vegum.
Dómstóllinn sagði hins vegar að samkvæmt samningi sem sveitin hafði skrifað undir mætti hún ekki stunda sjálfstæða starfsemi ásamt því að búa til eigin tónlist eða sjálfstæðar auglýsingar.
Hljómsveitin segir að hún muni áfrýja ákvörðun dómstólsins en úrskurðurinn vekur upp óvissu um útgáfu á nýju lagi sveitarinnar, sem átti að koma út á sunnudaginn.
NewJeans og Ador hafa átt í miklum deilum frá því í fyrra þegar Hybe, móðurfélag Ador, átti að hafa lokað á leiðbeinanda sveitarinnar, Min Hee-Jin, og bolað honum út. Hljómsveitin krafðist þess að Min fengi að koma aftur en þegar Hybe neitaði fór sveitin með málið í blöðin.